Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 61
BÚFRÆÐINGURINN
57
unni, og gerð þeirra og rými ákveðst jneð tilliti til þess. Þó
liér verði greint á milli mismunandi tegunda skurða í sam-
settu framræslukerfi, er í raun og veru enginn eðlismunur í
gerð þeirra annar en sá, að flutningsrými þeirra verður mis-
munandi, svo og dýptin eftir því, livar þeir eru í framræslu-
kerfinu. En þar senj það er greinilegra í lýsingu á misjnun-
andi fyrirkomulagi frann’æslukerfisins, er hinni almennu skil-
greiningu haldið, að greina milli skurðflokka þeirra, er inynd-
uðu framræslukerfið i heild.
1) Jaðarskurðir eru þeir skurðir kallaðir, sem taka á móti
ofan- og neðanjarðarvatni frá aðliggjandi regnsvæði, sem
hefir afrás sína yfir eða gegn um það land, sem framræslu-
kerfið nær til og þvi er ætlað að þurrka„
2) Affall nefnist sá farvegur, er tekur við vatni frá öllu
skurðakerfi ákveðins framræslusvæðis og leiðir vatnið burtu
frá því.
3) Viðtökuskurðir eru þeir skurðir, sem taka inóti vatni
fiá opnuin þurrk'skurðum eða lokræsum og flytja það til af-
fallsins. Þeir geta einnig tekið á móti vatni frá jaðarskurð-
um, þegar ekki er unnt að leiða allt vatnsmagn frá aðliggj-
andi regnsvæði burtu utan við takmörk þess svæðis, sem á að
þurrka.
4) Þurrkskurðir nefnasl allir opnir skurðir, er eingöngu
liafa það hlutverk að taka móti því vatni, sem jarðvegurinn
í nánasta umhverfi þeirra er vatnssjúkur af.
5) Lokræsi hafa sama hlutverk og þurrkskurðir, en greina
sig frá þeim í því, að vatnið, er þeir taka á móti úr jarðveg-
inum, fellur eftir rennum eða pípum neðanjarðar, og til að
niynda neðanjarðarafrennsli ræsanna er notað ýmiskonar efni,
er ræsin bera nafn af.
1. Þverræsla og langræsla.
Eftir því hver stefna þurrkskurðum eða lokræsum er gefin
í framræslukerfinu, má gréina á milli langræslu og þverræslu.
Sé framræslukerfið lagt þannig, að viðtökuskurðir liggja
meðfram stefnu jafnhæða línanna, en aðeins vikið frá stefnu
þeirra, til að fá þann botnhallá, sem þeim er nauðsynlegur,
og opnir skurðir eða lokræsi, sem eiga að þurrka landið, eru
higðir þvert á stefnu viðtökuskurðanna og fylgja því mesta
kalJa landsins, þá er framræslan nefnd langræsla.