Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 168
BÚFRÆÐINGURINN
162
þann tíma, jafnvel þótt hagi sé góður og tíð sæmileg. Hækka
ég þá venjulega síldarmjölsskammtinn upp í 45 gr. á kind,
ef ég get notað beit. Er þá oft vont að komast hjá kvöldgjöf,
nema ágætt sé til beitar. Gæti ég þá alltaf þess, er ég gat um
áður, og þess að gefa svo mikið, að ærnar fyllist vel. Reyni að
gefa nánar gætur að þvi, að engar misgangist. Nú vil ég að
„losnað sé um horn“ á yngri ám, og þó helzt fyrir jól, svo að
ég sé vel ánægður. Ef ærnar fóðrast vel, vil ég sjá votta fyrir
ullarfyilingu úr því kemur fram í fehrúar. Er slikt að sjálf-
sögðu nokkuð misjafnt eftir ætterni.
Úr því að kemur fram yfir miðjan vetur er það sjaldnar
miklu en hitt, að ég geti notað beit. Vanalegast er þá hagi
svo slæmur, að beit borgar sig ekki, eða þá að öðrum kosti
veður óstillt. í góðum haga og beitartíð sæki ég þó enn beit-
ina í líku liorfi og í janúar — held fóðurbætisgjöf svipaðri.
En komi ær í hús, sem að sjálfsögðu er oft miklu fyrri, felli
ég niður fóðurbætisgjöf, ef hey eru þolanleg. Magn gjafar
er venjulegast 1200—1500 gr. af heyi fyrst um sinn, eða fram
í marz. Gef þá jafnan bezta heyið í fyrri gjöf á morgnana,
læt líða milli gjafa minnst 4 st. Lakara heyið i seinni gjöf og
rekjur allra síðast. Nú þykir mér gott að bera í heyið nýja
mysu og sýru. Heyið ezt við það betur, og fóðurbætir þessi,
þó vatnsríkur sé, er í hollasta lagi. Sé um miklar rekjur að
ræða, gæti ég þess að gefa aldrei mikið af þeim í einu, jafna
þeim sem bezt niður á dagana, þó helzt aldrei nieira en 1 fang
á dag handa 40 ám. Ærnar rek ég í vatn, er þær hafa lokið
fyrri gjöf, úr einni kró í senn. Eys upp í stampa og fötur,
svo að allar drekki í einu. Framan af f jármannsferli mín-
um hafði ég innibrynningu, en er nú hættur við hana. Úti-
hrynning er þrifalegri og húsin haldast hetur þurr. Rekstur
í vatn er ánum til hressingar, og aldrei þykir mér betra að
fylgjast ineð líðan hvers einstaklings í hjörðinni, en þegar
ég rek til vatns. Hreinn og orkulegur svipur, fjaðurmagn-
aður gangur, ullin „Iifandi“, hver kind gangi að vatninu með
dugnaði og byrji fljótt að jórtra þegar hún kemur aftur heim
í húsið.
Jafnan gæli ég þess, að ekki verði snöggar fóðurbreytingar.
Þetta atriði játa allir með vörunum, en færri í verki. Eru
snöggar breytingar oft orsök vanfóðrunar og ólystar, sem
getur haft alvarlegar afleiðingar. Kröfu geri ég til þess, að