Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 78
74
BÚFRÆÐINGURINN
8. mynd. Hnausrœsi.
1. Ilnausræsi.
Hnausræsi eru notuð í mýrarjarðvegi, sem er nægilega
fastur, svo að tryggt sé að rennan, sein vatnið er leitt eftir, sígi
ekki saman. Mýrar með leir-, sand- og vikurlögum er ekki
lientugt að ræsa með jarðræsum, nema að tryggt sé að mýrar-
torfið sé sainfellt í dýpt frá ræsisbotni og upp fyrir hnausana,
sem loka rennunni. Þó sand- eða vikurlög séu í tveimur efstu
stungunum, gerir það ekki til, aðeins verður að tryggja að
linausinn, sem lokað er með, sé úr góðri mýrarstungu. Hnaus-
ræsin geta, ef vandað er til.frágangs á þeim, verið endingar-
góð. Norðmenn telja að þau endist mannsaldur, og hér er
reynsla fyrir því, að 40 ára gömul ræsi verka.
Kostur hnausræsanna er, að þau eru fljótgerð, og eru því
ódýr. Þau hafa þann ókost, að vatnsrásin er ekki ör i þeim,
og verður því að láta þau hafa góðan halla, ella sezt fljótt í
þau leðja og útfelldur rauði.
Hnausræsi má gera á mismunandi vegu, og ef gengið er út frá
því, hvernig sú hnausræsagerð hefir verið framkvæmd, sem
unnin hefir verið hina síðustu áratugi, má greina milii
þriggja mismunandi gerða af hnausræsum.
Öll hafa þau það sameiginlegt, að 35—40 cm djúp renna
í'Iytur vatnið og að yfir hana er lukt með grasrótarhnausum
ofan af ræsinu. Hnausinn er í eldri gerð linausræsa látinn
hvíla á þrepum sitt hvoru megin rennunnar, önnur gerð
þeirra er sú, að hnausinn sé felldur í ræsið í jai'nri hæð, og
hvíli á fláa hliðveggjanna, sein þá er gerður jafn frá yfir-