Búfræðingurinn - 01.01.1941, Side 115
BÚFRÆÐINGURINN
111
og staðhættir eru á hverjum stað. Helztu áhrifaatriði um val
áveituaðferða eru, hvert vatnsmagn er til umráða, hvernig
landið og gróðrarfar þess er, en sérstaklega þó hvernig yfir-
horðshalla landsins er háttað. Þá ræður og mjög mildu um
það, hver áveituaðferð valin er, hver kostnaður verður við
hverja aðferð, við hin staðbundnu skilyrði, og hve verðmætur
sá vaxtarauki verður, er vænta má að fáist af framkvæmd
verksins.
/. Straumveita.
Straumveita er það kallað þegar vatninu er dreift um engið
í jöfnum straum, þannig að hvergi myndist pollar eða uppi-
stöður og vatnið safnast ekki heldur saman í beint straum-
rennsli, en þurrir blellir verða milli þeirra staða, þar sem
valnið rennur fram. Dreifing vatnsins fer fram með meira eða
minna reglubundnu kerfi af grunnum slcurðum og rásum,
og fer það eftir aðstöðu, hvort allar þær gerðir, sem hér
verður lýst, koma lil notkunar í sama straumveitukerfi.
a) Veitustokkar leiða vatnið úr áveituskurði inn á áveitu-
svæðið. Eru þeir lagðir með nokkrum halla, 1:300—1:500, en
verði hallinn meiri, þarf umbúnað við mót veitustokkanna
og rennslustokkanna til að afmarka vatnsrennslið eftir hvorum
slturði, er það gert með smáyfirfalli, sem fellt er í áveitu-
stokkinn. Breidd veitustokkanna er 0,25—0,60 metrar, dýptin
0,3—0,4 metrar. Hliðarflái er hafður mjög lítill 1:0,25 eða
minni.
b) Rennustokkar leiða vatnið frá veitustokkum til seytlu-
rennanna. Þeir liggja undan aðalhalla landsins. Halli þeirra
fer eftir halla landsins, en fylgja mishæðum þess. Breidd
þeirra er 25—40 cm við upptökin, en mjóklca niður eftir,
dýpt þeirra er 25—30 cm. Halli þeirra sé sem jafnastur, svo
straumrennsli þeirra hafi sem jafnasta vatnshorðslínu, þá
deilist vatnið jafnar frá þeim til rennanna.
c. Seijtlurenmirnar liggja út frá rennustokkunum á annan
veg eða til beggja hliða. Seytlurennurnar eru því nær alveg
hallalausar og fylgja því hæðalínunum á landinu, þannig að
vatnið seytli út af börmum beggja megin. Bilið milli renn-
anna l'er eftir því, hve jafnhallandi landið er, en nær oftast
8—20 metrum. Seytlurennurnar eru gerðar 10—20 cm breiðar
og ca 15 cm djúpar og hafa lítinn eða engan botnflöt.