Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 60
56
B U FRÆÐINGURINN
til greina að flytja rofið á vögnum til að fylla í dældir eða
svarðargrafir, ef þær eru á landinu.
Reikna má með því, að kostnaður við að jafna ruðningi
skurða, sé allt að % hlutar af heildarkostnaði við gröft skurðar
og jöfnunina.
í skurðum, sem eru frá 1—1,5 metrar, grafa menn 12—
25 m3 í 10 tíma vinnu og á mýrlendi má reikna með, að meðal-
dagsverk sé 15—18 m3.
2. Gröfhtr með skurðsprengiefrti.
I Noregi hefir allmiki'ð verið reynt að sprengja skurði með sér-
stöku, þar til gerðu, sprengiefni, seni þar gengur undir nafninu
skurðadynamit.
Það hefir verið reynt 1932 á Hvanneyri og nokkrum árum seinna
á Lágafelli. Þá hefir og verið á Vífilsstöðum vorið 1921 sprengdur
10 metra langur skurður með dynamit, sem varð 2 metra breiður
og 80 cm djúpur.
Sprengiefnið er í 100 gr patronum og er það hæfileg stærð. Sé
þeim skipt til helminga, sþringur aðeins renna eftir miðju skurðs.
Með sverum bor eru gcrðar holur í miðlínu skurðsins, með
jöfnu millibili, sem eftir tilraunum á Hvanneyri er hæfilegt 45 cm.
Dýpt holanna fer eftir breidd skurðsins að ofan, en láta mun nærri
að hæfilcgt sé að hafa hana % hluta af breidd skurðsins að ofan.
Sprengingin losar jarðveginn í allt að ]>ví tvöfalda dýpt holunnar,
en hinn hluti ruðningsins liggur laus i botni skurðsins. íkveikju
sprengingarinnar er komið fyrir með tengiþráðum. Stinga þarf
fyrir skurðbökkum, og sé grasrót samfelld, fer hún svo hátl upp
við sprenginguna, að ruðningur sá, sem upp úr kemur, fellur dreift
niður nokkra metra frá skurðbrúnum. Sé breidd skurðar að ofan
meiri en þrír metrar, verða jarðstykkin stærri og leggjast ])á á
skurðbakka.
Eftir stærð skurðanna fcr ])að, hve mikið sprengiefni þarf að
nota, en reikna má með að þurfi 200--250 gr til að sprengja
1 m3 af rými skurðsins.
Sæmilegt lag getur fengizt á skurðum með því að jafna hliðar
hans. Eftir þeim athugunum, sem fyrir liggja, verður að telja vafa-
samt, að verð standist samanburð við handgrafna skurði, og vcrk-
gæði jafnast engan veginn á við góðan handgröft.
E, Framræslukerfi og' framkvæmd framræslu.
Sluirðir í samsettu framræslukerfi samkvæmt áður gefinni
skilgreiningu, hafa mismunandi hlutverk að leysa í framræsl-