Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 73
(59
BÚFRÆÐINGURINN
,1. Fjarlægö milli lokræsa. t
Þegar vatnsstaðan í jarðveginum breytist fyrir álirif lok-
ræsanna, verður það með þeim liætti að neðanjarðarvatns-
yfirborðið myndar bogadregna línu milli ræsanna, og er þá
grunnvatnsstaðan hæst mitt á milli ræsanna, ef þau liggja á
flötu landi. En sé halli landsins mikill þvert á stei'nu ræsisins,
þá er grynnst á grunnvatninu oí'an við miðju spildu þeirrar,
sem er milli ræsanna. Hæð hoglínunnar á vatnsfletinum fer
eftir því, hve samfelld eða gljúp jarðtegundin er og hve vel
hún leiðir vatnið.
Mýrarjarðvegur leiðir vatnið illa meðan hann er ófúinn.
Fgrstu árin verka lokræsin i þeirri jörð verr en þau gera síðar,
þegar mýrartorfið fer að rotna. Það er algengt, að vatn getur
staðið í mógröfum þó loltræsi liggi fram hjá þeim í 2 metra
f jarlægð. Með tímanum nær vatnið framrás, sumpart vegna
breytinga á ástandi mýrartorfsins en sumpart vegna þess, að i
þurrkum að sumrinu og fyrir áhrif frosts að vetrinum mynd-
ast neðanjarðarsprungur, sem leiða vatnið út til ræsanna.
Þar sem moldmyndunin er orðin meiri, leiðist vatnið betur
út til ræsanna og þó einkum ef í jarðveginum eru sand- eða
gróf vikurlög.
Leirjarðvegur leiðir vatnið mjög treglega. Leirrunnar
mýrar, er ræstar hafa verið fram með lokræsum í nágrenni
Siglufjarðar, þornuðu mjög takmarkað hin fyrstu ár, enda
þótt bil milli ræsa væri aðeins haft 7—9 metrar.
Við djúpa ræslu má auka fjarlægðina milli ræsa, og þar sem
lokræsi eru lögð þvert við neðanjarðarvatnsæðarnar, er að
öðru jöfnu hægt að hafa fjarlægðina meiri heldur en þegar
ræsin liggja undan aðalhalla landsins.
Reynslan virðist benda til, að í hinum votviðrasamari hér-
uðum landsins þurfi bil á milli ræsa að vera þessi:
Þétt leirjörð ......... 8—10 metrar
Mýrarjörð ............. 8—15
Myldin leirjörð........... 12—13 —
Moldblandin sandjörð . . 13—15 —
Moldarjörð ............ 14—16 —
Mólendi ............... 15—17 —
Gróf sandjörð ......... 19—23 —