Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 27
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
23
v = 1 • 0,86
t
cn sé meðalhraðinn fundinn beint samkvæmt seinni aðferðinni, l>á er
1
Auk þeirrar aðferðar, sem hér hefir verið lýst, til að ákveða vatns-
magn farvega, skal hér tilgreind önnur, sem hægt er að nota við læki
og til að ákveða vatnsrennsli i skurðum.
Lækurinn eða skurðurinn, sem mæla á, er stíflaður upp og allt vatns-
magnið látið renna í gegnum reglulegt ferhyrnt skarð, sem gert er í
tréklæðningu, sem komið er fyrir í stíflunni. Itétt ofan við stífluna
er settur hæll í botninn í nákvæmlega sömu hæð og brún yfirfallsins,
og er vatnshæðin mæld um lengri eða skemmri tíma yfir enda hælsins.
Sé meðalhæð vatnsins nefnd h en breidd yfirfallsins b., hvorttveggja
mælt í cm, og vatnsmagnið Q í litr./sek., þá er
_ b • h • |/ h
eða Q = 0,018 . b ■ li ■ Vh
Þetta er að vísu aðferð, sem hefir takmarkaða nákvæmni, eu þess þarf
að gæta að uppistaðan myndi lygnan vatnsflöt ofan við stifluna og að
randirnar á plönkunum í yfirfallinu séu gerðar eins og egg á hefiltönn, og
sniðflöturinn á að vera að neðanverðu.
Ef um nákvæmar vatnsmælingar er að ræða, koma til notkunar
aðrar aðferðir, sem krefjast sérstaks útbúnaðar ef um stærri vatnsfar-
vegi er að ræða, og sérstakra áhalda til að mæla meðalhraða vatnsins.
B. Vatnið og nytjajurtirnar.
Við undirbúning þurrkunar á landi vegna ræktunar er
nauðsynlegt að gera sér grein fyrir vatnsþörf þeirra jurta,
sem ræktaðar verða í landinu. Ræktun, án þess að heilnæmt
og nothæft vatn sé til tunráða í jarðveginum, er árangurs-
laus og ekki framkvæmanleg. Jurtirnar geta aðeins tekið
til sín næringarefnin séu þau uppleyst í vatni, og upplausnin
sé af áltveðnum styrkleika.
Rætur jurtanna draga næringarupplausnina til sín og
upplausnin flyzt frá rót til stönguls hlaða og blóma við
gegnsíun1) frá frumu til frumu. Á meðan þessi gegnsiun
á sér stað eyðir jurtin þeim efnuni úr vatninu, sem henni
eru nauðsynleg til vaxtar og þroska. Það vatn, sem umfram
er þörf plöntunnar til að viðhalda vökvaþrýstingi frum-
1) Endosmose.