Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 157
BÚFRÆÐINGURINN
151
liafi verið of mikið, að það hafi breytt næringaréfnahlut-
föllum fóðursins á þann veg, að það fullnægi hænunum ekki
til varps, en verið hins vegar ágætt til fitusöfnunar.
Aðrar jurtaríkis fóðurtegundir. Grængresi er nauðsynlegt
fyrir hænsnin. Ætti því daglega að sjá til þess, að þau fái það.
Fái hænur að staðaldri grænfóður, byrja þær fyrr að verpa,
verpa einnig fleiri og stærri eggjum. Af nýju grængresi má
ætla hænunni 40—50 gr á dag.
Auk þess jurtagróðurs, sem nefndur er í skýrslu á blað-
síðu 20, ber engu síður að nefna jurtir eins og káltegundirnar,
sem allar eru mjög góðar til grængresisnotkunar. Af þeim
inun mönnum reynast grænkálið í ræktun og notkun lang
hezt, og ætti það alls staðar að notast sem fóður handa hænsn-
unum. Drepið skal á örfáa lcosti grænkálsins:
í fyrsta lagi, að það er mjög lífefnaauðugt.
í öðru lagi hefir það meira að geyma en flestar aðrar jurtir
íil' þrem þýðingarmestu steinefnunum.
í þriðja lagi er það alls staðar auðræktað og getur vel staðið
úti langt fram á vetur. Gietur það þvi verið nothæft til græn-
fóðurgjafar langt fram á vetur.
Sé það frosið, verður að þýða það áður en það er gefið,
því ekkert fóður má gefa frosið.
Tegundir þess eru þrjár: lágvaxin, millitegund og há-
vaxin. Bezt til grænfóðurræktunar er hávaxna tegundin.
Sönnun þess, að arðvænlegt sé að nota grænfóður, hefir
fengizt með fóðurtilraunum á hænsnum, er gerðar hafa verið
allvíða um heim.
Frá tveim af mörgum slíkum tilraunum skal ofurlítið
skýrt, en þó tekið fram, að það er síður en svo að nokkuð
sérstakt sé við þær annað en það, að þær skera hreinlega úr
þýðingu grænfóðurgjafarinnar. Tilraunir þessar eru gerðar
með tvö kyn, Plymouth Roch hænsin og ítölsk hænsni. Hvoru
þessu kyni var skipt i tvo jafnstóra flolcka. Næringargildi
þess fóðurs, er flokkar hvers kyns fengu, var jafnt.
Meðaltals eggjafjöldi, meðalþungi eggja i grömmum og
meðaltals ársþyngd eggjanna í kg. á hænu i hverjum flokki,
er selt í eftirfarandi skýrslu.