Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 117
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
113
fast við veitustokkinn. Vatnið drcifist frá seytlurennunni yfir
spildurnar, sem milli þeirra liggja, verður halli þeirra að vera svo
lítill og vatnsrennsli það niikið, að alls staðar seytli jafnt út af
neðri brún þeirra. Seytlurennurnar fara mjókkandi frá upptökum
sínum til neðri enda og ganga að síðustu því nær saman til end-
anna.
Á myndinni er greint á milli fjögurra mismunandi aðferða um
framkvæmd straumyeitunnar og notkun vatnsins, inerkt á mynd-
inni rómverskum tölum I—IV.
I. Þar er ótakmörkuð endurnotkun á vatninu. Vatnið kemur
úr veitustokkunum inn i fyrstu seytlurennu og dreifist frá henni
yfir spilduna neðan við, þar safnast það saman i næstu seytlu-
rennu og dreifist úr henni aftur, og svo endurtekur þetta sig enn
á ný, þar lil komið er á enda veituspildunnar. Þarna vantar
rennustokkana, og því má húast við, að neðsti hluti spildunnar fái
lélegasta áveituvatnið, þvi föstu efnin smátæmast úr þvi.
II. Þar er um að ræða takmarkaða endurnolkun á vatninu. Ef
hentara þykir að nota vatnið meir en á eina spildu i senn, er lokað
fyrir rennustokkinn neðan við efstu seytlurennu, en sé tilgang-
urinn alltaf að fá vatnið endurnýjað, þá er lokað fyrir neðan þær
seytlurennur, sem endurnýjun vatnsins fer fram í, eins og sýnt
er á myndinni við 4.
III. Sýnir straumveitu, þar sem bæði er hægt að endurnýja
vatnið og leiða burtu jafnharðan það vatn, sem búið er að nota.
Brotnu línurnar á myndinni sýna framræsluskurðina, sem taka við
hinu notaða vatni. Þeir eru merktir með e á myndinni og liggja
ofan við seytlurennurnar, og er þá hægt að hafa þurrkunar- og
endurnýjunarfyrirkomulagið annað tveggja þannig, að vatnið er
aðeins notað á eina veituspildu (sjá III til vinstri við rennustokk-
inn) eða það er endurnotað á tvær eða fleiri spildur (sjá III til
hægri við rennustolckinn).
IV. Sýnir fyrirlcomulag I og III, notað saman á þann hátt, að
til skiptis er hægt að endurnota vatnið á allar veituspildurnar.
Vatnið er þarna notað á aðra hvoru veituspildu og gelur þvi endur-
8
L