Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 107
BÚFRÆÐINGURINN
103
a<5 auka forða jarðvegsins af þeim þegar veitt er á vatni, er flytur
mikið af föstum efnum i vatnavöxtum að hausti eða leysingar-
vatni snemma vors eða á vetrum. Því meira vatnsmagn sem hægt
er að hafa ráð á, þvi meira flyzt jarðveginum af áburðarefnum
með vatninu, sem botnfalla i áveituhólfunum og setjast til í straum-
lygnum seytluveitanna og í skjóli gróðursins á landinu, ef straum-
hraðinn er ekki þvi meiri.
5) Áveituaðferðinni. I því sambandi koma fyrst og fremst til
greina þær tvær áveituaðferðir, sem algengastar eru, flóðáveitan
og seytluáveitan. Við notkun þeirra áveituaðferða, þar sem vatnið
er á stöðugu hægu framrennsli, er vatnsþörfin meiri heldur en
þegar þvi er haldið kyrrstæðu með flóðgörðum. Þvi minni sem
liallinn er á landi, sem seytluveita er gerð á, og þess jafnar og
betur sem vatninu er dreift, þvi hægara verður framrennsli þess.
Til þess að auka rennslishraðann, svo hann yfirvinni mótstöðu
frá gróðrinum og ójöfnum jarðvegsins, þarf meira vatnsmagn heldur
en þar, sem hallinn er meiri. Sé hallinn aftur meiri, þá vaxa erfið-
leikarnir við jafna dreifingu vatnsins, og við óskipulega seytlu-
veitu, einkum á hallandi landi, þarf rneira vatnsmagn heldur en
ef um skipulega seytluveitu er að ræða.
Við regnáveitu þarf minna vatnsmagn til vökvunar eftir þvi sem
þrýstingur þess er meiri, þvi þá verður dreifing þess jafnari.
6) Affstöðu til endiirnotkunar á vatninu. Það sem ennfremur
liefir áhrif á heildarvatnsmagnsþörfina, er hvort framkvæmanleg
er endurnotkun á vatninu. Hún er því aðeins ráðleg, að um vökv-
unaráveitu sé að ræða, að vatnið geti runnið með nokkrunr
straumhraða einhvern spöl milli þeirra staða, sem vatnið er notað
á. Við strauml'allið fær vatnið endurnýjun á lofti og súrefni þess
eykst og það verður með þeim hætti jafnnothæft til vökvunar eins
og það upphaflega var.
Það mætti álykta, að vatnið tapaði áburðargildi sínu smátt og
smátt við endurnýjaða notkun, en svo er ekki alltaf, svo sem áður
er tilgreint, en gæta skal þess, að við endurnotkun þess sé meira
vatnsmágn notað á hverja flatareiningu en við fyrstu notkun og
æskilegt er, að öðru hvoru sé hægt að láta þessi svæði fá nýtt vatn
til áveitu. Við vökvunaráveitur eyðist jafnaðarlega svo mikið af
magni vatnsins, að endurnotkun kemur aðeins til greina fyrir
mjög takmarkað svæði i hlutföllum við stærð þess lands, sem
það fyrst er notað á.
Við stærri áveitufyrirtæki hefir vatnsmagnið verið frá 1,5—-4
lítr/sek. á ha. Við minni áveitur er engin ástæða til að takmarka
vatnsmagnið svo sem gera verður vegna kostnaðar við aðfærslu
vatnsins þegar um stór fyrirtæki er að ræða, og má telja æskilegt
að unnt sé að nota 6—10 litr./sek. á ha við flóðveitu. Talið er að