Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 70
66
BÚFRÆÐINGURINN
eru á auða jörð áður en klaki er leystur úr jarðveginura.
Þetta veldur oft vatnskali. Með því að rista upp mjóar rennur,
ca. 10—20 cm djúpar, rennur vatnið fljótar af. Breidd
rennanna má ekki vera meiri en það, að hægt sé að fara
hindrunarlaust yfir þær með vinnuvélar. Þær má gera annað
tveggja sem ávalar lægðir og hafa þær þá engan botnflöt, eða
þá með mjög mjóum ræsaspaða og þá ekki nema 8—10 cm
breiðar.
111. Lokræsi.
Hlutverk lokræsanna í framræslukerfi er að taka móti öllu
skaðlegu vatni, sem fyrirfinnst í svæði því, sem ræsa á, og
leiða það burtu til viðtökuskurðanna. Við ákvörðun um,
hvernig þau skuli lögð, verður sérstaklega að leitast við
að fá jafna læklcun ijfir allt svæðið á grunnvatnsstöðunni, og
að ná þeirri lækkun á neðanjarðarvatnsborði grunnvatns-
ins, er gróður sá, sem landið verður ræktað með, gerir
kröfu til.
Við undirbúning framræslu með lokuðum þurrkræsum,
verður að ákveða áður en verkið er hafið. stefnu ræsanna,
dýpt, fjarlægð milli þeirra, botnhalla, og hve löng þau megi
vera, og þegar um pípuræsi er að ræða, einnig hvert flutnings-
rými pípurnar þurfa að hafa.
a) Lega lokræsa.
1. Stefna lolcræsanna.
Eins og áður er tekið fram, þá skal jafnan við skipulegt
framræslukerfi valið það fyrirkomulag á heildarskurðakerfið,
að unnt sé að koma þverræslu við, og er þá stefna ræsanna
meira eða minna þvert við aðalhalla landsins, en er vikið það
mikið frá aðalstefnu jafnhæðalínanna á landinu, sem þörf
er fyrir til þess að sá botnhalli náist, sem nauðsynlegur álízt.
Sé aðalhalli landsins jafn eða minni heldur en sá halli, sem
hotn ræsanna þarf að hafa, getur langræsla komið til greina,
eða ræsunum valin stefna, sem liggur milli þverræslu- og lang-
ræslustefnu, samkvæmt áður gefinni skilgreiningu þessara
hugtaka.
Á því landi, ]>ar sem hallinn er jafn og vatnið í jarðveginum
er jafnt um allt svæðið milli viðtökuskurðanna, skulu ræsin