Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 180
174
BÚFRÆÐINGURINN
Ár
1900
1930
Ryngtl (meðaltal)
492 kg.
588 —
96 kg.
19,5 —
kg 4°/o feitri mjólk
3023
4725
1702
56,3
Mismunur
Af %„
Þyngdin hefir aukizt um tæp 20%, en nytin rúmlega 56%.
Mjólkurmyndunin á sér stað í frumum júgurkirtilsins. Það
má því til sanns vegar færa, að því stærra sem júgrið er, því
meiri möguleikar fyrir mikla mjólkurmyndun. Þ. e. a. s. stórt
júgur er eitt af einkennum á góðri mjólkurkú; en þá þurfa
malirnar líka að vera langar og breiðar, svo að gott rúm
sé fyrir stórt júgur.
Lýsing á vel byggðri mjólkurkú:
Höfuð ekki mjög' stórt, fínbyggt. (Kostur er við hirðingu
kúnna að þær séu kollóttar). Hálsinn dálítið sver, djúpur,
þó ekki grófur. Brjóstið djúpt og vítt, rifin hvelfi vel út.
Brjóstbreiddin sést bezt með því að standa framan við kúna.
Stærð og bygging brjóstholsins hefir mikil áhrif á hreysti
kúnna. Hryggurinn í meðallagi langur, en beinn (láréttur)
og sterkur. Malirnar langar og breiðar, flatar og láréttar.
Því breiðari og lengri, sem malirnar eru, því meira rúm er
fyrir júgrið. Júgrið á að vera sem allra stærst, bæði breitt
og langt, en ekki mjög sítt. Hver jugurkirtill á að vera af
sem svipaðastri stærð. Spenarnir eiga að vera á réttum stöð-
um og jafn langt á milli þeirra. Stærð spenanna á að vera
það mikil, að maður fái nokkurnveginn handfylli af hverjum
spena, þegar hann mjólkar. — Þegar stærð júgursins er dæmd,
verður vilanlega að taka tillit til, hvort kýrin stendur geld
eða er nýborin. — Húðin á góðum mjólkurkúm er oft þunn
og liggur laus við kroppinn. Fæturnir eiga að vera beinir og
gleitt á milli þeirra.
Ég verð í þetta sinn, rúmsins vegna, að láta nægja að drepa
á líkamsbyggingu þessara þriggja búfjártegunda: dráttarhesta,
sauðfjár og mjólkurkúa. E. t. v. géfst mér síðar tækifæri i
Búfræðingnum að bæta við uin líkamsbyggingu annara bú-
fjártegunda okkar.