Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 40
36
BÚFRÆÐINGURINN
tegundir, er jarðrakann þola, jurtir, sem ekki teljast lil tún-
jurta okkar.
Gróðurinn á vatnssjúkum stöðum fær gulleitan blæ, oft með
rauðbláum lit á neðsta hluta blaðanna rétt ofan við blað-
slíðrin.
Þar sem jarðvegur er vatnssjúkur smáfækkar sáðgresisteg-
undunum, gróðurinn gisnar, en lengst heldur háliðagrasið velli.
Jafnframt þessum gróðurfarsbreytingum byrjar votlendis-
gróðurinn að ná fótfestu. Helztu tegundir, sem geta gefið
ábendingu um of rakan jarðveg eru: fífa, mýrarstör, blá
toppastör, belgjastör, hrafnaklukka, hófsóley, lokasjóður,
einkuin þó ef jarðvegur er grunnur, þrenningarmaðra, græn-
vöndur, knjáliðagras og varpasveifgras koma oft fram eftir að
vatnskal hefir orðið á túnum, einkum þó það fyrrnefnda.
Ennfremur gefa vissar tegundir af mosum og jöfnum bend-
ingar um of mikinn jarðraka.
Bein rannsókn á grunnvatnsstöðunni í borholum, sem gerð-
ar eru í þessum tilgangi, geta gefið gott yfirlit, og telja má
framræslu undir flestuin skilyrðum áliótavant, ef grunnvatns-
staðan er ekki um 00 cm undir jarðvegsyfirborði.
Hið annað atriði, að tryggja gróðrinum undir öllum kring-
umstæðum heilnæmt vatn, sem honum er nauðsynlegt, er
ekki jafn auðleyst og þurrkun landsins.
Með réttri jarðvinnslu og lækkun á vatnsborði grunnvatns-
ins í jarðveginum í rétta dýpt, eftir því hverja hæfni jarð-
vegurinn í undirlaginu hefir til að halda í sér rakanum, er
hægt að stuðla að því, að jarðvegurinn auki hárpípuvatn sitt.
Með völlun á graslendi á hentugum tíma og herfun með
léttum herfum á opnu akur- eða garðlandi er hægt að draga
úr óþörfu vatnstapi frá yfirborði jarðvegsins vegna uppguf-
unar. Tyrfin mýrarjörð, sein þakin er með sandlagi, sem
lierfað er niður svo það blandist yfirborðsjarðlaginu, minnkar
uppgufunina.
Framræslan, og vandvirlcni í framkvæmd hennar, er frum-
skilyrði til undirbúnings góðrar ræktunar, og á hún að vera
framkvæmd alltaf einu til tveimur árum áður en jarð-
vinnsla hefst á landinu. Undantekning er þó í seigum mýrar-
jarðvegi, þar getur verið rétt að plæging og fyrsta herfun
fylgi strax í kjölfar framræslunnar, með því fæst léttari
vinnsla á landinu.