Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 48
44
BTJFRÆÐINGURINN
leiðir af sér landbrot i aðalfarvegi vatnsins, samhliða þvi sem hann
grefst niður, en það leiðir til erfiðleika um vatnsupptöku, þurfi
að nota vatnið til áveitu. Sé afrennslið þrengt um of á hallalitlu
iandi, getur það valdið uppistöðu ofar i farveginum og hindrað
afrennsli í hann frá láglendum svæðum meðfram honum. Það er
því nauðsynlegt að fá yfirlit um afrennslið af regnsvæði þvi, er að
farveginum iiggur, og hér verður táknað með Q. Sé regnflöturinn
kallaður F, en hámarksafrennslið af ha q, þá er
Q = F . q1)
Vatnsmagnið Q verður farvegurinn og bilið milli varnargarð-
anna (bilið milli varnargarðs og hærra lands ef um einn garð
er að ræða öðru megin farvegar) að geta borið undan með því að
vatnsborðshæðin fari ekki yfir þá vatnsstöðu, sem valdi uppistöðu-
áhrifum á nytjaland ofan við, og jafnframt að vatnsdýpið, og þar
af leiðandi garðhæðin, verði ekki of mikil. Sé vatnsdýptin í aðal-
farvegi, reiknuð frá meðalhotnlinu til hæstu vatnsborðslínu, kölluð
D, og miðað við þá vatnsstöðu, sem hinn þrengdi farvegur á að
hafa, og breidd hans er kölluð B, þá fæst flutningsmagn hans Qi
upp að hinni áætluðu vatnsborðslínu samkvæmt líkingunni
Q, = B . D . v
Þá verður forlandið milli garðs og farvegar eða garða og far-
vegar að rúma vatnsmagn Q2, er hefir dýptarlínu d, sem er hin
áætlaða staða vatnsins eftir að garðarnir hafa verið gerðir yfir
hæð forlandsins. q ^ — q2
og sé breiddin á forlandinu, sem leitað er eftir, kölluð b, þá er
q2 = h . d • v
Q.»
og 1) =
d v.
Vatnshraðann má reikna eftir áður gefinni aðferð. Ef garðar
eru til beggja hliða, skiptist b, en við ákvörðun um það verður að
taka tillit til grunnstæðis fyrir garð sitt hvoru megin farvegarins.
Grunnstæði garðs þarf að vera sem tryggast. Ef garður er lagður
um eyrar verður að grjóthreinsa þær og grafa fyrir grunni hans.
Getur stundum nægt að grafa rennu eftir miðju garðstæði, sem
fyllt er af efni garðsins, til að þétta grunnstæði hans. Þá er nauð-
synlegt að garðarnir liggi meðfram straumstefnu framrennslis i
flóðum. Að garðarnir, ef tveir eru, liggi með sem jöfnustu milli-
bili á allri lengd sinni, svo vatnshraðinn verði sem jafnastur
og brot og kvíslar myndist ekki milli garðanna. Vatnsker eða pyttir
1) Afrennslismagnið q prha verður að reikna minnsta kosti 3—i sinn-
um venjulegt afrennslismagn eða 2—-2,6 litr/sek. á hektara.