Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 163
BÚFRÆttlNGURINN
157
Heppilegust næringarhlutföll eru talin að vera þegar um
varp er að ræða 1 : 4, sé um vöxt að ræða 1 : 5 og við eldi
eða fitun 1:7.
Allmargar og víða um hnöttinn eru þær rannsóknar-
stofnanir, er með tilraunum hafa ákveðið fóðurþörf hænsn-
anna. Allmargar af þessum rannsóknarstofnunum hafa leitað
eftir og fundið, hve margar virkar hitaeiningar hænsnin
þyrftu á dag til viðhalds og til afurðamyndunar. Aðrar rann-
sóknarstofnanir hafa ákveðið, hve mörg grömm af þurrefni
þau þyrftu á dag, fyrir hvert kílógr. af lifandi þyngd, til
viðhalds og hve mikið þau þyrftu aulc þess til afurða-
myndunar.
Enn er til, að nokltrar rannsóknarstofnanir hafa ákveðið,
hve mörg grömm af meltanlegum næringarefnum hænsnin
þyrftu á dag til viðhalds og afurðamyndunar.
Öllum verður af þessu ljóst, að leiðirnar, er rannsóknar-
stofnanirnar hafa farið til ákvörðunar á fóðurþörf hænsn-
anna, eru ekki á einn og sama veg.
En leiðirnar um þetta skipta ekki svo mjög miklu, ef
samræmi er gott milli niðurstaðnanna.
En hvernig svo sem er um það þykir rétt að setja hér inn
í niðurstöður frá tveim rannsóknarstofnunum.
Önnur þessi rannsóknarstofnun telur að hæna, sem vegur
2 kg, þurfi til viðhalds á dag 10 gr eggjahvítuefni, 4 gr fitu,
(51 gr kolvetni og 3 gr steinefni, er samanlagt eru 78 gr
þurrefni.
Sama hæna þurfi til viðhalds og varpafurða 20 gr eggja-
hvítuefni, 7 gr fitu, 75 gr kolvetni og 6 gr steinefni eða alls
108 gr þurrefni.
Hin rannsóknarstofnunin telur að hæna, sem vegur 2 kg
og verpir 5 eggjum á viku, þurfi af meltanlegum efnum til
viðhalds á dag 8—10 gr eggjahvítuefni, 0,5 gr fitu og 40—60
gr af kolvetnum, en til afurða 5 gr eggjahvítuefni og 4,5 gr
fitu, eða alls á dag 13—15 gr eggjahvítuefni, 5 gr fitu og 40
—60 gr kolvetni. Þar að auki sé séð fyrir nægilegum stein-
efnum til nýmyndunarþarfa, viðhalds vefjum, vökvum og
í skurn eggsins. Um varptímann þurfa hænsnin mikið af
kalki. Talið er að hæna, sem verpir 150 eggjum yfir árið,
þurfi til skurnmyndunar 750 gr kolsúrt kalk.
(Frh.)