Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 80
76
BÚFRÆÐINGURINN
löguð ausa á löngu skafti, sem myndar rétt (90°) horn við
skaftið. Breidd sköfunnar verður að vera jöfn botnbreidd
rennunnar, en lengdin er um 25 cm.
Lokun hefst með því að gengið er meðfram hnausaendun-
um, sem vita frá ræsinu og gert rétt snið á þá, svo lengd þeirra
sé hæfileg, að þeir staðnæmist við 2—3 cm brún þá, er mynd-
ast milli rennu og efri hluta ræsisins. Eftir að lagðir hafa verið
fyrstu hnausarnir með grasrótinni niður, þannig að fláinn á
hverjum hnaus, sem lagður er, leggst á fláa næsta hnauss á
undan, er bezt að standa á hnausunum, er þá hægra að fella
þá í jafna liæð og þrýsta þeim hverjum inn á annan. Litla
brúnin sín hvoru megin er aðeins til að takmarka, hve djúpt
hnausinn gangi í ræsið, en burðarflötur hnausanna á alltaf að
vera hliðflái ræsisins. Hnausinn á að ganga í báða enda jafnt
niður í ræsið, því sé þess ekki gætt, þá getur hnausinn eftir
fylling ræsisins sporðreist og fallið í rennuna. Byrjað skal að
leggja hnausinn í efri enda ræsis og ræsisbotn hreinsaður
jafnóðum undan með ræsasköfunni. Ef verulegt vatn er í
ræsinu má stífla það upp með skóflu og láta vatnið hreinsa
það út.
Umbúnaður við enda lokræsa, þar sem þau koma út í opinn
skurð, er heztur þánnig, að í enda ræsis sé sett trérenna
60—70 cm löng, er felld sé í botn þess, svo botnflötur ræsis
og rennu sé jafn. Yfir tréstokkinn er hlaðinn upp flái skurðs-
ins í ræsismynninu jafn við hliðar skurðsins.
Við fylling ræsanna þarf að troða jarðveginn saman, eink-
um neðsta lagið, og kýfa ræsið fyrir sigi því, sem verður á
rofinu.
Hvert viðhald ræsin þurfa fer eflir jarðveginum. Ef nægur
straumur er í ræsunum, hreinsa þau út leðju, sem í þau sezt
á þurrkatímabilum, þegar vatnsrennsli eykst til þeirra aftur
frá jarðveginum. Jafnaðarlega safnast rauði í enda ræsanna,
þar sem járnbrá er í jarðvatninu. Við loftáhrifin verður hann
svo samfelldur að ræsin stíflast, sjaldnar, en þó þekkt, er að
rauðinn setjist í ræsin eftir allri lengd þeirra. Ölgugróður
getur einnig myndazt í ræsum og hindrað vatnsrennsli
þeirra.
Til að hreinsa hnausræsi er hægt að nota reirsköft, sem
eru af svipuðum gildleika og hrífusköft. Hver leggur er 1—2
metrar á iengd og eru skrúfaðir saman með koparskrúfum