Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 53
49
BÚFRÆÐINGURINN
Hér gildir li hallann á allri lengdarlínunni, 1 lengd skurðsins,
v hraða vatnsins, R áður nefnt hlutfall (Hydraulish Radius), g fall-
hraðaaukninguna við frjálst fall, sem raá reikna 9,81 m/sek., en y
er stöðull, sem fer eftir núningsmótstöðu i botni og hliðum skurðs-
ins, sem Colding reiknar með að sé
1 1700 + 0,3 V') R
og pá verður
og gildir þá útreikningurinn fyrir metra á sekundu.
En á þessari aðferð eru byggðar upp handhægar grafiskar töflur, sem
ákvörðun hinna óþekktu stærða, til grundvallar rýmisákvörðuninni, getur
farið eftir, (t. d. Hilfstafeln zur Bearbeitung von Meliorationsent-
wiirfen cftir G. Schewior og notkun á Ganguillet og Kutters „Bewegung
des Vassers in Kanalen und Fliissen").
Útreikningur líkingar þessarar er seinfær, af þvi að við rýmisákvörðun
sama skurðar verður með samanburðarútreikningum að finna lientugustu
iögun skurðsins til að hann skili undan því vatnsmagni sem krafizt er.
Það sem með mælingum er fengið til grundvallar útreikningum, er
heildarhalli skurðlinunnnar og lengd hennar. Hallann verður að miða
við mismun á vatnsborðshæð útfallsins og vatnsstöðuhæð þeirri, sem
maður óskar að hafa við upptök skurðsins.
Fyrst er tekin bráðabirgðaákvörðun um botnbreidd, fláa og þá meðal-
dýpt, er vatnið má hafa við venjulega vatnsstöðu. Þá er mcð útreikningi
fundin hlutfallsgildistalan H með því að finna endaflöt hins áætlaða
vatns í skurðinum og deila því með hinu vætta ummáli. Með þvi að
setja inn i likinguna vatnshraðann og finna halla þann, sem nauðsyn-
legur er til a,ð ná honum og liið útreiknaða hlutfall á hallanum er
nálægt því að liafa sama reikningslegt gildi eins og hinn mældi lialli
er samkvæmt áður sögðu, þá er áætlunin nothæf, ella verður að breyta
U1 um botnbreidd, þar til hið rétta er fundið.
í töflunum er við beinan aflestur aftur hægt, eftir þekktu stærðunum,
vatnsmagninu Q, hallanum v, umreiknað í %c, og vatnsstöðúhæð þeirri,
sem má vera í skurðinum, að finna botnbreiddina.
Eftir töflum Kutters er hægt að fiiina meðalhraða vatnsins, ef hallinn
og vatnsdýpi er þekkt, fyrir allar áætlaðar botnbreiddir frá 0,2—26
inetrum, og flýtir það mikið fyrir leitinni að réttu gildi óþekktu stærð-
anna við ákvörðun rýmisins.
ViÖ mælingu fgrir skurðum er miðlina slcurðar stungin út með
iinustöngum, eftir :tð lega slturðar hefir verið ákveðin á landinu
sjálfu annað tveggja með liliðsjón af uppdrætti í mælikvarða
1 :2000—1:5000 með innlögðum hæðalínum og árituðum hæðatölum
þýðingarmestu punktanna i kótakerfi uppdráttarins, eða þá, að á
laudinu sjálfu, ef um litil svæði er að ræða, hafa verið gerðar
áður en línan er stungin út, bráðabirgðahallamælingar til að fá
4