Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 9
Yatnsmiðlun.
Framræsla og áveitur.
Eftil’ PÁLMA ElNARSSON
Inngangur.
Við allar ræktunarframkvæmdir er það þýðingarmikið
grundvallaratriði að nytjajurtunum, sem ræktaðar eru, sé
veitt aðstaða til að ná til þess vatns, sem vatnsþörf þeirra
krefur, að óheilnæmt vatn sé leitt burtu iir jarðveginum, og
að vatnsmagnið sé takmarkað þar sem það fyrirfinnst í of
ríkum mæli.
Þýðing vatnsins fyrir gróðurinn sést ljósast þegar það er
alhugað, að í hinum safakenndu vefum ótrénaðra graslendis-
jurta er 85—96% af vatni meðan þeir eru iifandi og óvisnir.
1 korntegundunum er vatnsmagnið um 75%, en í ávöxtum og
grænmeti um 95%.
Vatnsforði ræktaðs lands hefir fastákveðið lágmark, er
vatnsmagnið má ekki fara niður fyrir, ef nokkur næringar-
efnataka á að geta átt sér stað hjá nytjajurtunum. Vatns-
magn jarðvegsins hefir einnig sitt hámark, er vatnið í jarð-
veginum má ekki vaxa yfir, svo nokkur gróðurframleiðsla geti
farið fram. Milli þessara tveggja takmarka lágmarks og há-
marks liggur kjörstig þessarar lífsþarfar nytjajurtanna, og
það er markmið vatnsmiðlunarinnar, framræslu og áveitu, að
finna kjörstigið og uppfylla þessa lífsþörf jurtanna, sem
ræktaðar eru, með því að halda vatni jarðvegsins á því, sem
minnst háð veðurfarsáhrifunum, ekki aðeins um gróðrartíma-
bilið heldur og líka á öðrum tímum árs.
A. Sögulegl yfirlit.
Vatnsveítinga og lamlpurrkunar er getið í hinum elzlu sögulegu
heimildum. Menningarþjóðir þær, sem bjuggu í Asíu og Afríku um 2000
árum f. Iir., hafa unnið að þeim framkvæmdum.
í héruðunum meðfram Efrat og Tigris eru fundnar leifar mikilla
mannvirkja til þurrkunar og áveitu. A láglendinu meðfram ánum er
veðurfar þurrt og sumarliitar miklir, jarðvegur og gróður skrælnar af
ofþurrki. En í hálendið umhverfis leggur snjó á vetrum. Þegar leysingar