Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 176
170
BÚFRÆÐINGURINN
hlað á hverjum bæ, hefir þýðing íslenzku hestanna til flutn-
inga farið mjög þverrandi. Og fyrir ca. 10 árum síðan, töldu
menn ekki ólíklegt, að vélaaflið, dráttarvélar í einhverri mynd,
myndi einnig gera hestana óþarfa til dráttar við búskapinn.
En aftur hefir hjól tímans og tækninnar snúizt um hálfhring
eða meir. Dráttarvélarnar reynast dýrar í rekstri og vinna
þeirra verður af ýmsum ástæðum ekki nógu vel af hendi leyst.
Þetta þýðir það, að bændurnir verða nú miklu meira en þeir
hafa gert, að taka upp hestanotkun við bústörfin, rælctun
og heyvinnu.
Ég mun í þetta sinn aðeins snúa mér að líkamsbyggingu
dráttarhesta. Ég vil þá slá því föstu strax, að vinna sú, sem
dráttarhesturinn afkastar, er svo gagnólík þeirri, sem reið-
hesturinn (hlaupahesturinn) þarf að skila, að það er hinn
mesti misskilningur að hægt sé að sameina þetta livorttveggja
í einu hestakyni, og enn glópslegra er að nota sama hestinn
fyrir drátt og til reiðar, eins og því miður mun vera allt
of algengt hér á landi.
Dráttarhesturinn á að fara hægt yfir landið, annaðhvort
venjulegan gang, eða í mesta lagi brokk. Líkami hans má þvi
gjarnan vera stór og þungur. Ennfremur er hlutverk hans að
draga þungt æki og þess vegna vegur líkamsþyngd hans á
móti ækinu og hjálpar þá um leið til við dráttinn.
íslenzku hestarnir eru litlir og léttir, 350—400 kg. að þyngd.
Eftir stærð eru þeir sterkir, en á meðan að plógar okkar eru
þannig útbúnir, að erfitt er að koma fyrir þá nema þrem hest-
um saman, þá er mjög erfitt að vinna með þeim seiga mýri
og ending þeirra þá um leið lítil.
Nokkurnveginn er það víst, að með úrvali, kynbótum, betra
uppeldi og bætlri meðferð íslenzku hestanna mætli bæta þá
mjög mikið, e. t. v. svo, að þeir fullnægðu nauðsynlegustu
kröfum, sem gera þarf til dráttarhesta. En út í það mál fer
ég ekki frekar hér.
Góð lílcamsbygging á dráttarhesti er í stutlu máli þessi:
Hálsinn í meðallagi langur, frelcar stuttur, vöðvamikill, en
skörp talcmörk við bógana. Brjóstkassinn djúpur og víður
og rifin hvelfist vel út frá hryggnum. Bringan breið, hrygg-
urinn stuttur, láréttur, stinnur og vöðvafylltur. Kviðurinn
víður og rúmgóður, og ekki djúp vik upp í nárann. Lendarnar
langar, breiðar, vöðvafylltar og ekki mjög hallandi. Lærin