Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 109
BÚFRÆÐINGURINN
105
meiri, eru oftast skilyrði til að koma fyrir seytluáveitukerfi með
góðum árangri.
Gróðurfar landsins í óræktuSu ástandi skapast af hinum
náttúrlegu skilyrðum. Þvi nær undantekningarlaust hreytist hið
náttúrlega gróðurfar landsins á áveitusvæðunum. Algengast er, að
tegundafjöldinn verði minni á áveitulandinu heldur en var á
því áður en veitt var á.
Starirnar, einkum mýrarstörin (Carex goodenaughii), er hin
ráðandi planta, þar sem flóðveitur eru. Gulstörin, þar sem hún er
fyrir í landinu, helzt vel á áveitusvæðum, en útbreiðsla hennar þar,
ef lítið er af henni fyrir í landinu, er mjög hægfara. Gulnefjan
(Carex chordorrhiza), sem er sumstaðar á mýrlendi samfelld á
stærri svæðum, þolir ekki flóðveitu, en heldur sér þar, sem vatn
seytlar yfir eða þar, sem aðeins er þúfufyllir af vatni í flóS-
hólfunum.
Brokið (fífan, Eriphorumtegundirnar), þolir heldur ekki flóð-
veitu vel, en heizt þó þar sem vatnsdýpi fer ekki yfir 10—15 cm,
og þó helzt eklti nema veitt sé stutt á i einu, og landið standi án
vatns öðru hvoru meðan vaxtartími þess stendur yfir.
Valllendisgróðurinn, sem aS mestu leyti eru jurtir af grasætt-
inni, gefur bezta raun þar sem seytluáveitur eru notaðar, en flóS-
veita á slíku landi getur vel komið til greina, cf aðstaða er til,
að hafa vatnsdýpi lítiS, 15—25 cm, og oft er hægt að skipta um vatn
yfir áveitutímabilið.
I'. Undirbúningur áveitu.
Þegar athuguð hafa verið áveituskilyrðin, koma fyrst til
greina undirbúningsrannsóknir um fyrirkomulag og kostnað
við framkvæmd verksins. Sé ekki fyrir hendi uppdráttur af
landinu ineð allnákvæmum hæðamælingum, er nauðsynlegt að
landið sé bæði flatar- og hallamælt og uppdráttur gerður af
því. Mismunur liæðalína á uppdrætti sé 0,25—0,50 metrar og'
bezt er að mælikvarði uppdráttar sé 1:2500—1:5000. Sé aðeins
run smásvæði að ræða, er hægt að ákveða fyrirkomulag áveitu
á landinu sjálfu án stuðnings af uppdrætti af því. Eru þá
gerðar mælingar fyrir aðfærsluskurðum með því að taka yfir-
litshallamælingar af bletti þeim, sem veitt skal á, og með hlið-
sjón af henni valin lega aðfærsluskurðarins, og jafnframt er
þá mælt fyrir flóðgörðum og lega þeirra merkt á landinu.
Þegar um stærri svæði er að ræða, er fyrirkomulag áveitunnar
i aðaldráttum fært fyrst inn á uppdráttinn, og eftir honum
eru skurðirnir afmarkaðir á landinu og með hliðsjón af laus-