Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 66
(52
BÚFRÆÐINGURINN
1) Að vatnsborð skurðsins liggi svo lágt í hlutföllum við
lægstu staði landsins, sem á að ræsa, að sú vatnsstöðulækkun
náist í því, sem ræktunin gerir kröfu til, venjulega frá 1—
1,4 metra.
2) Að valnsstöðulækkun samkvæmt lið 1 náist eftir að
land er fullsigið, en samkvæmt þeirri reynslu, sein hér er
fengin um framræslu á mýrum, getur landsigið numið frá
0—1,0 meter.
3) Jafnframt sé tekið tillit til þess halla, sem nauðsgnlegur
er á aðliggjandi skurðum.
4) Að óhindrað innrennsli geti orðið frá skurðakerfinu til
affallsins, enda þótt einhver gróður myndist i botni þess.
Þegar um stærri svæði er að ræða, er það mjög þýðingar-
mikið, að þessum atriðum sé gaumur gefinn, sérstaklega á
því landi, sem hefir takmarkaðan halla, og nauðsyn ber til,
að sá halli sé hagnýttur til hins ítrasta.
Lega affallsskurðar verður samkvæmt áður sögðu venju-
lega meðfram lægstu hlið þess svæðis, sem ræsa á, eða þá eftir
svæðinu sjálfu, þar sem landið er lægst. Það skal að sjálf-
sögðu athugað, að ekki séu gerðar að nauðsynjalausu beygjur
á affallsskurð, til að fylgja lægðum landsins. Þá skal og at-
liugað, að stefna viðtökuskurðanna að affallinu sé sem liagan-
legust, helzt að hornið milli þeirra sé sem næst 90°. Kröpp
horn milli opinna skurða eru óhagkvæm vegna allrar vinnslu
á landinu.
Dijptin verður undir flestum kringumstæðum, ef full-
nægja á fyrrgreindum kröfum um vatnsstöðulækkunina,
ekki minni en 1,50 metrar, en í mörgum tilfellum meiri, jafnvel
2—2,50 metrar.
Vatnshraðinn í affallinu verður að fara eftir því, hvernig
jarðvegurinn er, ef um mjög hallandi land er að ræða í laus-