Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 146
Fóðrun búpenings.
Eftir B.JÖRN SÍMONARSON
VIII. Alifuglarækt (frh.).
Fóður- og líkams-efnin.
Þakka ber víðtækri vísindalegri tilraunastarfsemi, að
þekking manna á fóðrun og meðferð búpenings hefir stórum
aukizt á síðari áratugum.
Til vísindarannsókna hafa margar þjóðir varið stórfé og
mikill fjöldi manna við þær starfað. Margir þeir, er að þess-
um vísindarannsóknum hafa starfað, hafa verið gæddir frjóu
og næniu ímyndunarafli, hafa þeir í þær lagt og við þær getað
neytt snilli eigin anda, en jafnframt þá um leið við þær
slitið, oft að fullu, andans- og líkamskröftum.
Má því segja, að fortíðin hafi þannig smátt og smátt saman
safnað óhemju auðæfum — auðæfum, sem eigi verða í
krónum talin, vegin, metin eða mæld.
Vextir þessara auðæfa eru greiddir í ríkum mæli á hverri
líðandi stund og verða einnig greiddir svo í framtíðinni.
Um alla þessa vísindalegu tilraunastarfsemi má þó segja,
að hún hafi tæplega lagt jafnmilda alúð-við að rannsaka
fóðrun og meðferð allra búfjártegunda.
Hún hefir leitt í Ijós, að þegar um fóðrun búfjártegunda
er að ræða, gildir oft eitt og hið sama, hvort heldur að bú-
fjártegundirnar eru spendýr eða fuglar.
Frá móður jörð, legi og lofti eru öll þau frumefni kom-
in, er byggja upp líkama jurta og dýra. I ríki náttúrunnar
eru frumefnin á stöðugri hringferð, frá jörðu, til jarðar, frá
jörðu o. s. frv. Öll fóður- og líkams-efni eru komin af jörðu
og öll hverfa þau til jarðarinnar aftur.
Því fer þó fjarri, að jafnmikið sé af hverju einstöku frum-
efni í öllum jurta- og dýra-líkömum. Á því sést, að líffæri
jurla og dýra geta að nokkru Jeyti valið sér þau frumefni,
sem þeim eru nauðsynlegust.