Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 121
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
117
stæðinu, er línan nothæf liæðamismunarins vegna, og þó að
um meiri mismun sé að ræða í keldudrögum eða afrennslis-
seilum, getur línan verið nothæf. En sé hæðamismunur meiri,
er leitað eftir réttri depilhæð á viðkomandi stað, og brotnar
þá garðlínan þar. Að þessum athugunum loknum fer fram
athugun á því, hvort grunnstæðið sé nothæft vegna jarðvegs-
ins. Eftir það er garðlínan lengdarmæld með 20—50 metra
bili milli mælihælanna, og síðan hallamæld, er þá leitað eftir
depilhæð í endum garðsins, sem á að liggja það hærra en
meðalhæð grunnstæðisins, er svarar til hæðarinnar á garðin-
um fullsignum. Liggi garðurinn að hliðargörðum eða að görð-
um, er fylgja skurðum, leiðir af sjálfu sér, að hæð þeirra
garða er söm og þvergarðsins.
Það má hafa sem meginreglu, að mesta vatnsdýpi við garð
fari ekki yi'ir 45 cm og að vatnsdýpt við efri garð sé ekki
meiri en 10—15 cm.
Vitanlega verður ekki hjá því komizt, að minni lautardrög
og hvilftir verði með noltkru meira vatnsdýpi, en meðalvatns-
dýpi áveituhólfanna ætti ekki að fara yi'ir 35 cm. Það er jafn-
vel, ef hallaskilyrði eru hagstæð, rétt að miða við 30 cm vatns-
dýpi í hólfunum. Samkvæmt því, sem hér er sagt, liggur
grunnstæði næsta garðs ofan eða neðan við 35 cm hærra eða
lægra en grunnstæði fyrsta gárðs, eftir þvi hvort mæling fyrir
görðum byrjar ofan frá eða neðan frá á áveitusvæðinu. Vitan-
lega er það engan veginn úlilokað að hafa flóðveitu, þó hæða-
munur milli garða verði að vera 50—60 cm, en venjulega er
ekki ráðlegt að hai'a vatnsdýpi mikið meira í áveituhólfunum
nema því að eins, að flóðhólfin séu útbúin með þeim hætti,
að vetrar- og haustáveita sé höfð dýpri en voráveitan, eins og
að framan hefir verið gert ráð i'yrir.
Við hleðslu flóðgarða er gott til leiðbeiningar að nota flísar
og eru þær hafðar í láréttri sigtilínu. Eftir að miðlína garðs
hefir verið nákvæmlega stungin út eftir mælihælunum með
línustöngum, er snúrað fyrir undirstöðum hans. Ef flái er sá
sami á báðum hliðiim garðsins, þá er mældur hehningur
grunnbreiddar út frá hverjum mælihæl til beggja hliða þvert
á stefnu garðsins og línan strengd milli línuhælanna. Sé aftur
fláinn ekki sá sami á báðum hliðum, þá er mælt út frá mið-
Jinunni hvoru megin lengd, sem er jöfn með h - f -f- 0,5 k.
Þetta er jafnt hæðinni (h) margfaldaðri með gildistölu fláans