Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 167
BÚFRÆÐINGURINN
161
því lengur sem meir er gefið. Ég býst við, að algengast sé,
að fé sé ætlaður of stuttur tími til jórturs. Aðgætandi, að
ær byrja vanalegast ekki að jórtra fyrr en þær hafa lokið
lieygjöfinni fyrir nokkurri stundu. Nú legg ég áherzlu á að
gefa snemma, svo að nota megi allan birtutímann til beitar.
Ef vel er á haldið, getur beitartíminn orðið 6—7 stundir á
dag í desember. Forðast ég jafnan kvöldgjöf meðan unnt er.
Sníð ég magn gjafarinnar við það, að ærnar haldi kvið og
holdum, með nánu tillili til haga og veðráttu. Gef ég yngri
ám ávallt nokkru meira en rosknum ám. Fylli ærnar sig ekki
úti, svo að mér líki, bæti ég þeim upp með kvöldgjöf, en
aldrei fyrri en þær hafa jórtrað inni stundarkorn, lielzt 3
tíma. Reynsla mín er sú af kvöldgjöf, að ær hænast miklu síður
lieim af beit og beila sér betur, ef þær fá gjöfina noklcru síðar
en þær koma inn. Nú þykir mér miklu skipta, eins og alltaf
þegar ám er beitt, að fylgjast vel með þeim á haganum, gæta
þess að þær renni ekki heim né leggist. Er slíkt einkum að
óttast ef veður spillist, eða ef hagi er óaðgengilegur.
Ég er vanur að baða fyrir sólstöður. Legg áherzlu á, að
böðun sé lokið áður en ær koma fastar í hús. Hefi margsinnis
leldð eftir því, sé fé baðað i innistöðu, verður því miklu
meira um baðið en því verður, ef það er vant útivist og beit
áður en höðun fer fram. Miklu þykir mér skipta að baða í
góðu veðxá og að gott veður haldist meðan ærnar þorna. Og
eins hitt, að hús séu þurr og stækjulaus, því að votur lagður
vökvar taðið, sem því meir kemur að sök sem það er votara
fyrir.
Eins þykir mér bezt að gefa ám inn ormalyf áður en ég
byrja að leiða hrút. Hefir mér aldrei orðið að því að talca ær
inn af beit til inngjafar, hafi ég gefið þeim áður síldarmjöl
eða síld með beitinni. Er hitt alkunnugt, hve ám hættir við
að veikjast af inngjöf, haí'i þær haft lélegt fóður áður. Sé
gott til beitar, fer þó oftast svo, að eldri árn gef ég ekki inn
fyrr en að hrútatíma loknum, seint i jan. eða snemina í febr.
Nægir þeim líka jafnan ein inngjöf yl'ir veturinn. En næg'i
eltki ein inngjöf til þess að ær haldist klessulausar, endur-
lek ég inngjöfina. En jafnaðarlega nægir líka yngri ám ein
inngjöf yfir veturinn.
Með því að hrútatími byrjar venjulega fyrir desembermán-
aðarlok og stendur yfir fram eftir jan., notast beit oft illa
11