Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 135
Sigurður Sigurðsson, forseti.
Eftir Gunnlaug B.töknsson
Á síðastliðnu sumri var sá maður til grafar borinn, er allir
munu á einu máli um, að orðið hafi mestur áhrifamaður
allra íslendinga um landbúnaðarmál. Þessi maður er Sigurður
Sigurðsson fyrrv. forseti Búnaðarféiags íslands.
Sigurður er fæddur að Þúfu i Fnjóskadal 1871, en ólst að
mestu upp á Draflastöðum i sömu sveit. Á hann ætt sína að
rekja til merkra bænda í Þingeyjarsýslu. Hann var kvæntur
Þóru Sigurðardóttir frá Fornastöðum í Ljósavatnsskarði,
liinni merkustu konu. Varð þeim 5 barna auðið og eru 4
þeirra enn á lífi. Páll er landskunnur bílstjóri, en Ingimar
slundar búskap og' garðyrkju að Fagrahvammi í Ölfusi.
Systur þeirra, Helga og Ragna, dvelja báðar í Reykjavík.
Helga er kunn af matreiðslubókum, er hún hefir samið. Hún
stundar og kennslu i Reykjavik. En Ragna stýrir hlóma-
verzluninni Flóru í Reykjavílc.
Fjölmörgum bændum eru kunn verk Sigurðar að nokkru,
og ýmsir hafa orðið til þess að rita um hann minningargrein-
ar, svo sem þeir Jónas Jónsson, Steingrímur Steinþórsson
o. fl. Hér verður því fátt eitt sagt um Sigurð, sem ekki er al-
kunnugt. En ljúft er það og skylt að minnzt sé i riti þessu
hins mikla og ágæta verks, er hann vann á Hólum.
Þá vill og Búfræðingurinn geta þess, að hann telur það
hina mestu nauðsyn, að ritað sé ýtarlega um störf Sigurðar.
Mætti það verða ungum mönnum hinn mesti lærdómur.
Sigurður hefir oft verið kenndur við æskuheimili sitt,
Draflastaði. Er það vel fallið, þvi að mjög unni hann æsku-
stöðvum sínum. Hann var og æskunnar maður, og hvergi
undi hann sér betur en úti um sveitir landsins. Enginn skildi
liin daglegu störl' og stríð bændanna betur en hann, og eng-
um var það meiri ánægja en honum að leiðbeina þeim og
hvetja þá til jarðræktar eða annara umbóta.
9