Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 170
164
BÚFRÆÐINGURINN
vera láta og verri miklu en verið liafa siðan ég fór að nota
í'óðurbæti árlega. Nú tekst mér alltaf að spara með beitinni
bezta heyið. Og þótt ég í góðum haga noli heit allan veturinn,
þegar út gefur, er ég öruggur að koma ánum af í góðu lagi
og hafa af þeim meiri afurðir en áður fyrr á tómu heyfóðri.
Tvo bændur, góða og greinda, spurði ég fyrir fám misserum,
livort þeir notuðu síldarmjöl handa ám sínum. Báðir hjuggu
hændur þessir á góðum beitarjörðum. Annar þeirra sagðist
engin efni hafa á því, þótt hann væri raunar bezt stæður
bænda í sinni sveit. Hinn sagðist ekki vera fátækur af því að
hafa eytt fé sínu í fóðurbæti. En eigi þessir bændur ennþá
nokkra skoðanabræður, vil ég segja þeim, að ég tel mér að
öllum jafnaði hag að fóðurbætisgjöf. Iíg skal fúslega játa, að
síldarmjölsgjöf sú, sem ég geri ráð fyrir hér að framan, mætti
undir mörgum kringunistæðum vera eitthvað minni. Og víst
tel ég það, að jafnaðarlega borgi ærnar betur fyrstu 20 gr.
heldur en þau næstu 20, eða þriðju 20, þegar um aukningu
síldarmjölsgjafar er að ræða. Og þurfi ég að gefa ám síldar-
mjöl í innistöðu fyrir febrúarlok, sem ég geri því að eins, að
hey séu allmjög hrakin eða seint tekin, þá gef ég jafnan á
þeim tíma lítinn slcammt, tæpast yfir 20—30 gr. daglega.
Samkvæmt því, sem gert er ráð fyrir hér að framan, myndi
síldarmjölseyðsla í beitarsælum vetri verða á á hverja sem
næst þessu:
í nóvember
- desember
- janúar ..
- marz1)
- apríl
- maí . . ..
450 gr.
1200 —
1350 —
800 —
1700 —
500 —
Alls 6000 gr.
Þetta er að sjálfsögðu að eins lausleg áætlun. Býst þó við,
samkvæmt lienni, að geta notað beit, livenær sein þess er
kostur, nær allan veturinn, þótt hey séu í lakara lagi að
gæðum. Venjulega dreg ég af heygjöl' sem svarar einu fangi
af góðu heyi (7—8 kg.) t'yrir hver 1000 gr. af síldarmjöli,
1) I febrúar og fram eftir marz gcri ég ráð fyrir innistöðu og þvi
cngri síldarmjölsgjöf.