Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 171
BÚFRÆÐINGURINN
165
sem ég gef með beit. Þykist ég þar hafa vaðið fyrir neðan
mig en ekki fyrir ofan — því öruggari sem haginn er betri.
Með þessum 6 kg. síldarmjöls mundi því sparast nálægt 48 kg.
af góðu heyi.
Um langa stund hefir sauðfé verið aðalbústofn lands-
manna. Og fyrir löngu hefir festst í málinu talshátturinn al-
kunni: „Sveltur sauðlaust bú“. Þótt sauðfjárræktin gefi að-
eins í fáum sveitum örar tekjur, er hún að jafnaði arðviss í
höndum þeirra, sem með kunna að fara, og hefir gert margan
fátælding vel bjargálna, ef gætt hefir forsjálni og sparnaðar.
Og ég álít, þegar litið er á sveitamenningu okkar, þá eigi
sauðféð meiri ítök í ])jóðarsálinni en aðrar greinar búfjár-
ins. Fjármaðurinn þarf fyrst og fremst að vera vökumaður.
Honum er ekki nóg að þekkja hverja kind í hjörðinni með
nafni. Hann þarf að þekkja háttu þeirra, hverrar einnar,
hreyfingar og allt atferli. Veita daglega hverjum einstaldingi
nána athygli, hvort hann breyti í nokkru vana sínum, og ef
svo er, þá að leila orsaka. Fjármenn geta sízt allra manna
unnið eins og vélar. Þeir geta aldrei notað fóðurseðla svo að
einhlítt sá, eins og ltúahirðar nota. Frá því er fjármaður
sleppir hjörð sinni úr húsi, þar lil rúning fer fram í júlí, þarf
hann að hafa annan fótinn og athyglina alla hjá hjörðinni.
Vorhret, ef að óvörum kemur, gelur eytt lömbunum i stór-
um hópum. Ef sofið er á verðinum, getur einn dagur, eða
slund úr degi, rænt öllum árstekjum af hjörðinni. Snemma
i ágúst er byrjað að afla heyja handa fénu. Reynir þá á hag-
sýni og forsjá og atorku um að nýta heyin svo vel sem frekast
er kostur á. Sauðfjárræktin, sé hún stunduð með árvekni og
af alhug, orkar því svo á bóndann, að liann verður forsjáll,
athugull og hæglátur alvörumaður, sem vill gæta vel feng-
ins fjár.
Unglömbin og vorið eiga skylda hljóma í hugum barnanna.
Vorið gefur þeim lömbin, jafningja þeirra og eftirlæti. Og
liverju einasta barni, sem komið er vel á legg, gefast mörg
tækifæri á hverju vori að vinna mannúðar- og kærleiksverlc
i þágu þessara yndislegu ferfætlinga, bjarga þeim heim í hús
i vondu veðri ef með þarf, verja fyrir þeim læki og hættur,
og vera þeim lijálparhönd í einu og öðru. Enda veit ég, að
samlíf barna við lömbin hefir meiri áhrif á þau til göfgunar