Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 29
BÚFRÆÐINGURINN
25
bilinu írá jarðvegsyfirborðinu milli plöntueinstaklinganna, sem á
landinu vaxa. Gisinn og lágvaxinn engja- og úthagagróður notar
minna vatnsmagn á flatareiningu heldur en vel ræktað tún með
þróttmiklum þéttum gróðri, af því að eftirtekjumagnið er minna.
En aftur á móti þarf meiri vatnsmagnsnotkun fyrir hvert kg plöntu-
þurrefna á óræktaða landinu heldur en þvi ræktaða. Hvort regn-
magnið er nóg til að fullnægja vatnsþörfinni á gróðrartímabilinu,
fer eftir jarðveginum og ræktunarástandinu, svo og því, hve mikil
úrkoma fellur á þeim tíma, sem vatnsþörfin og vatnsnotkunin er
sem mest.
Ilin daglega vatnsnotkun er talin af Risler að vera fyrir ræktað
graslendi .......... 3,1—7,3 m/m
hafra .............. 2,9—4,9 —
rúg ................ 2,3 —
smára .............. 2,9 —
hveiti ............. 2,7—2,8 —
kartöflur .......... 0,7—1,4 —
Vatnsþörfinni verður að vera fullnægt frá regnmagninu um
gróðrartimabilið, og frá þeim forða, sem jarðvegurinn geymir í
grunnvatni sínu, en til þess að frá grunnvatninu bætist við hár-
pípuvatnið, í stað þess, sem eyðist við uppgufun og notkun plant-
anna, þarf yfirborð jarðvegsins að vera unnið til hæfilegrar dýptar,
á þann hátt, að hárpípuverkanirnar séu sem mestar, en jarðvegur-
inn þó það samanþjappaður, að hann haldi i sér því hárpípuvatni,
er liann nær til frá niðursigsvatninu og grunnvatninu.
Samkvæmt rannsóknum og tilraunum í Finnlandi, framkvæmd-
um af Rindetl, reyndist 50 cm grunnvatnsstaða bezt fgrir sáð-
sléttnr, en 75 cm fyrir korn og rótarávexti. Tilraunir C. I. Christen-
sen forstjóra tilraunastöðvanna í Herning og Ribe, sýna svipaðar
niðurstöður á graslendi ræktuðu úr mýri.
Samkvæmt rannsóknum þeirra Nyström og Hugo Osvald
á Flahult og Torestrup í Svíþjóð, er nokkur mismunur hver
áhrif grunnvatnsstaðan hefir á vöxt hinna ýmsu tegunda tún-
jurtanna við ræktun á mýrarjörð.
1) Alsikusmári og rauðsmári gáfu mesta eftirtekju sáningar-
árið og á næsta ári eftir fræsáningu við 20 cm grunnvatnsstöðu.
Þó kom í tjós, að hinar einstöku plönlur voru við 40 cm grunn-
vatnsstöðu með stærri og fagurgrænni blöðum, Við dýpri stöðu
grunnvatnsins varð eftirtekjan lakari.
2) Vatlarfoxgra's gaf beztan árangur við 40—S0 cm grunnvatns-
stöðu. Þroski þcss var mestur á fyrsta og öðru ári, en livarf að
mestu á 3. og 4. ári sléttunnar.
3) Iláliðagrasið gaf mesta eftirtekju við 40—60 cm. grunn-