Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 71
BÚFRÆÐINGURINN
(57
Hggja samhliða, og á sliku landi er jafnaðarlega rétt að hafa
jafnlangt hil milli þeirra, ef landið allt hefir sams konar
jarðlag, og jarðvegsdýptin er hin sama alstaðar. Ef á landinu
eru fieiri hallaskil, þá kemur jafnaðarlega þrýstivatn fram
undan hæðunum. Verður því að koma ræsum þannig fyrir,
að þau liggi þvert gfir, rctt am það bil, sem þrgstivatnið lcem-
ur fram til yfirborðsins, og getur þá þurft að breyta stefnu
á síðustu metrunum frá þeirri stefnu, sem næstu ræsi til
heggja hliða hafa.
El' stefna ræsis frá viðtökuskurði myndar skarpt horn ofan
við ræsið (hornið er minna en 45°), þá er rétt að breyta
stefnu á síðustu metrunum svo hornið ofan við ræsið sé milli
45° og .90°.
Þá sé þess jafnan gætt, þegar ræst er frá báðum hliðum til
sama viðtökustaðar, að innrásir ræsanna í skurðinn séu ekki
gegnt hvor annari. Ennfremur er þess að gæta, að stefnan sé
þannig, að ræsið á allri lengd sinni hafi sem jafnasta dýpt.
2. Dýptin.
Dýpt lokræsanna verður að ákveðast með tilliti til fleiri
atriða, er áhrif hafa á það, hve djúpt ræsið skal gert í byrjun.
Á þetta hefir áhrif fyrst og fremst, hverjar kröfur jurtirnar,
sem ræktaðar eru í landinu, gera til vatnsstöðulækkunar-
innar. Kröfur þeirra standa í sambandi við það, hve djúp-
gengar rætur þær hafa. Túngrösin þola, og jafnvel þurfa að
að hafa, hærri grunnvatnsstöðu heldur en korntegundir og
kartöflur. Rótarávextir og ýmsar garðjurtir hafa djúpgengar
rætur og lcrefjast því dýpri ræslu. Hinu sama máli gegnir um
flestar tegundir runna. í akurlendi og við framkvæmd skipti-
ræktunar er það sú gróðurtegundin, sem mestar kröfur gerir
til lækkunar vatnsstöðunnar, sem er álcvarðandi, ef þá ekki
eru önnur áhrifaatriði þýðingarmeiri, er taka ber tillit til.
Þá ber einnig að athuga, hve djúpt má búast við að frost
gangi í jörðina að vetrinum, og fer það eftir legu staðarins
á landinu og hve hátt hann liggur frá sjó. Ennfremur hefir
það áhrif á það, hvernig fannir leggur á svæðinu. Sunnan-
lands gengur klaki jafnaðarlega ekki dýpra en 70—90 cm,
en norðanlands 80—120 cm. Nái frost til vatnsins í ræsinu,
má búast við að vatnsrás þess aflagist næstum því af hvaða
efni sem hún er gerð. Einn aðalkoslur lokræslunnar er, að