Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 37
BÚFRÆÐINGURINN
33
tíð viðhaldsvatn að miklu leyti frá þvi regnvatni, er hárpípur
þeirra geyma frá fyrri úrkomum.
Við ákvarðanir um framræsluþörfina er sérstaklega ástæða
til að minnast nokkurra grundvallaratriða.
í) Sendna jörðin sleppir regnvatninu fljótt og er þvi hætt
við ofþornnn við djúpa ræslu.
Á sandsvæðunum er það hin of lága grunnvatnsstaða, sam-
verkandi með því nær engri rakaheldni, sem er ein aðalorsök
fokhættunnar. Gróður þessa lands er með grunngengum rót-
um, og samband þeirra við jarðrakann slitnar á löngum
tímabilum. Völtun á réttum tíma, meðan nokkur raki er í
jarðveginum, getur bætt rakaskilyrðin og hindrað of mikið
vatnstap úr jarðveginum.
2) Túnmold ein saman, eða leir- og sandblandin jörð, hefir
undantekningarlítið mikla rakalieldni og má því djúpræsa
slikan jarðveg.
Á þýfðum túnum og mólendi getur oft við fyrstu sýn litið
út sem landið sé ekki í framræslu þörf, en eftir að landið hefir
verið brotið, jafnað, og þegar það fer að síga eftir vinnsluna,
lvemur jarðrakinn í ljós. Þó þýfða landið sé að sjá þurrt,
jafnvel í skorningum milli þúfna, er ekki einsætt að það sé
ekki í framræslu þörf. Því sléttun landsins og vinnsla ger-
hreytir því gagnvart áhrifum jarðvatnsins.
3) Mýrarnar eru, eftir því hvernig mijndun þeirra er og
hvernig hún hefir farið fram, gerólílcar að því er við lcemur
raka- og vatnsheldni. Skilyrði fyrir því, að mýrarjarðvegur
myndist, er mikill og viðvarandi jarðraki. Mýrar myndast á
láglendi, þar sem kyrrstætt jarðvatn stendur í lægðum eða
í raklendum hlíðum. Þær geta þá orðið til annað tveggja með
þeim hætti, að gróðurinn, sem árlega fellur og deyr, safnast
saman á vaxtarstaðnum eða þær myndast í hlíðarhöllum,
þar sem þrýstivatnið kemur fram sem samfelldar uppsprett-
ur, myndast þar inosagróður og eftir honum fylgir stargróð-
urinn. Þá myndast og svarðarmýrar við að upp gróa vatns-
og tjarnarbotnar, yfir hið þétta botnlag safnast leir, er gróður-
inn festir rætur í. Leifar hans mynda smátt og smátt svarðar-
lögin. Með tilliti til framræslunnar er hæg't að floklca mýrarn-
ur hér á landi þannig:
a) Hálfdeigjumýrar. Þar er svarðarmyndunin meira eða
niinna blönduð steinefnum frá árunnum leir og sandi eða
3