Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 101
BÚFRÆÐINGURINN
97
grunnlögum jöldanna. Undan nolckrum skriðjöklanna koma
einnig fram jarðefni af lífrænum uppruna, t. d. undan Öræfa-
jökli í Morsárdal og í framburði Hornafjarðarfljóts.
Uppleystu efnin eru einnig breytileg. Samlcvæmt 18 efna-
greiningum á vatni úr 5 jökulám er efnismagn verðmætra
efna reiknað í mg í litra.
Köfnunarefni................. 0,98
Fosforsýra .................. 1,66
Kalí ........................ 2,40
Kallc........................ 8,68
Ef athugaðar eru hinar einstöku rannsóknir sést, að mest
köfnunarefnismagn er i Hvítá í Árnessýslu, 1,67 mgr i lítra,
«n minnst í Hvítá í Borgarfirði 0,27 mgr í litra. Tungufljót
hefir mest magn af fosforsýru og kalí. (P2O5 3,99 mgr í litra og
KaO 3,50 mgr i litra). Fosl'orsýrumagnið er minnst í Hvítá í
Árnessýslu, 0,50 mgr í litra, en Blanda hefir lægst lcalímagn
e'Öa 1,6 mgr. i litra.
Stundum er framburður jökulánna það mikill, að seinustu
uflæðin að vorinu gera tjón i bili vegna þess, hve gróðurinn
verður leirrunninn, en síðar koma efni þessi gróðrinum að
Rotum.
Ókostur jökulánna til áveitu er, að vatn þeirra er jafnan
úalt, sérstaklega þegar þær eru skammt að runnar, þannig
«ru flest jökulvötn i Skaftafellssýslum mjög köld. Ár eins og
Þjórsá og Hvítá í Árnessýslu eru hlýrri, en samkvæmt at-
hugunum um hitastig þeirra, er gerðar voru samtímis noklcra
daga, var vatn Hvítár rúmlega 2° C. heitara en vatnið í Þjórsá.
Þegar jökulvatnið er langt að runnið, er það bæði af þessari
ástæðu og aðstöðu til aukinnar efnatöku frá frjósömu landi
betra til áveitu.
2. Bergvötn.
Bergvöln má einu nafni kalla allar þær ár og læki, sem fá
aðalvatnsmagn silt frá ofan- og neðanjarðarafrennsli af regn-
svæði þeirra, án þess þær hal'i beint samband við leysinga-
vatn lrá jökulfönnum. Vatn þeirra einkennir sig við, að það
er tært alla tíma árs, að undanskildum þeim tíma, er snjóa
teysir af regnsvæðinu, eða þegar vöxtur lileypur í þær í af-
taka úrkomum að sumarlagi.
7