Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 159
B U F RÆ ÐINGURINN
153
Þekkt eru dæmi þess, aö fjallagrös hafi verið notuð handa
hænsnum, í stað korntegunda, til blöndunar i mjóllc og
matarleifar með mjög góðum árangri, og hefir fengizt ágætt
varp af því fóðri.
Getið er um purpurahimnu og söl í skýrslunni hér að fram-
an. I báðum þessum sægróðursjurtum er fyrst og fremst
mikið af köfnunarefnissamböndum, og er meira en helm-
ingur þeirra meltanleg eggjahvíta, og her skýrslan þetta með
sér. Auk j)ess að mikið er í þeim af köfnunarefnissambönd-
um og kolvetnum, j)á eru þær einnig auðugar af steinefnum
(söltum). Er því gott að hafa örlítið af efnum þessara jurta
í hænsnafóðrinu. Úr þeim geta hænsnin fengið þau steinefni,
sem htið er af í öðru fóðri s. s. joð. Fái þau það í fóðrinu
verða eggin hollari, einkum þeim, sem veikir eru og oft nota
þau. Það er ólíkt betra að fá joð í eggjum og fæðu yfirleitt
en í meðulum.
Víða við strendur landsins er auðvelt að safna þessum
jurtum um stórstrauinsfjöru. Þurrkaðar, geyindar, matbúnar
og gefnar eru þær á sama hátt og hinar áður nefndu jurta-
ríkis fóðurtegundir.
Dýraríkisfóðurtegundir. Allar fóðurtegundirnar úr dýra-
rikinu, sem taldar eru í skýrslu á blaðsíðu 20, og magn melt-
anlegra næringarefna er tilgreint fyrir, sýna að þær bera af
öðrum fóðurtegundum að þvi leyti, hve öll efni þeirra eru
auðmelt.
Handa hænsnum sem öðrum dýrum er mjólkin ágæt, og
því sjálfsagt fyrir þá, sem nægileg mjólkurráð hafa, að gefa
þeim undanrennu, annaðhvort i fóðrinu eða sem drykk.
Fiski-, karfá- og síldar-mjöl eru ágætar fóðurtegundir, og
er mjög gott að geta haft í það minnsta eina þessa tegund
til blöndunar í fóður hænsnanna. Þessar mjöltegundir ættu
þó því aðeins að notast, að þær hafi verið búnar til úr nýj-
um og óskemmduin hráefnum og' að mjölið sé. saltlint, salt-
magn ekki yfir 2—3%.
í mjöltegunduin þessum er gnægð af auðmeltum eggja-
bvítuefnum og bætir hún mjög vel úr þeirri vöntun, sem er
í eggjahvítu korntegundanna og matarleifa úr þeim. Stein-
efni þessara mjöltegunda eru bæði mikil og góð, sérstaklega
i fiskimjölinu.
Lýsi ætti, a. m. k. að vetrinum, að blandast í hænsna-