Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 52
48
BÚFRÆÐINGURINN
vatnshraðinn í skurðum með noltkru vatnsdýpi fari niður i
0,25 m/sek., ef vatn skurðsins flytur ekki þvi meira með sér
af efnum, er botnfest geta í honum. Hér á landi hefir skurður
verið lagður með halla 1:10000 og þekkt er erlendis frá, að af-
fallsskurður hefir verið lagður með halla 1:20000.
í öllum skurðum, og þó sérstaklega þeim, er nægjast verður
með lítinn botnhalla og takmarkaðan vatnshraða, er áríðandi
að botnbreidd skurðsins sé nákvæmlega jöfn og hlykkjalaus,
og með því að hafa í miðju skurðs, ef um stærri slcurði er að
ræða, botnrás, er markar lágmarksvatni hans beina straum-
línu, er unnt að draga úr hinu mikla viðhaldi, er þessir
skurðir gera kröfu til.
4. Rýmisákvörðun og útreikningur þess.
Rými opinna skurða ákvarðast með hliðsjón af því hlutverki,
sem þeir hafa í framræslukerfinu. Skurðir, sem taka móti vatni
frá öðrum skurðum eða lokuðum ræsum, verða að hafa það rými,
að þeir beri undan að flytja meðalafrennsli frá þvi svæði, sem
aðliggjandi skurða og lokræsakerfi er ætlað að þurrka. Vatnsborðs-
lina þeirra verður að liggja svo lágt við meðalrennsli i skurðinum,
að sú valnsstöðulækkun náist í þeim skurðum og lokræsum, er i
hann renna, sem nauðsynlegt er fyrir ræktunina, og verður þá að
vera fullt tillit tekið til þess sigs, er orðið getur á landinu að fram-
ræslunni fullgerðri. Þá er það og lágmarkskrafa, að rými skurða
sé það mikið, að i leysingum og miklum úrkomum beri þeir undan
án þess að nokkru sinni flæði yfir bakka þeirra.
Þegar fundið hefir verið, eftir stærð landsins, sem afrennslið á
að nægja fyrir, hve mikið vatnsmagn (Q) skurðurinn þarf að bera
undan, miðað við meðal afrennsli, i litr/sek. eða ms/sek. á ha,
Þá er Q = F . v
þar sem F giklir þverskurðarflöt skurðsins og v hraða vatnsins í
honum, v má reikna eftir líkingu Eytelweins, sem þó er talin að
hafa takmarkaða nákvæmni
það sem II er hlutfallið milli þverskurðarflatar vatnsins i skurð-
inum og hinu vætta ummáli við hliðar og botn lians, h gildir hall-
ann á allri lengdarlínunni og 1 lengd skurðsins. Við nákvæmari
útreikninga er byggt á líkingu Ganguillet og Kutters, þar sem:
h _ y • v2
1 g • K