Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 75
BÚFRÆÐINGURINN
71
nálægt 1:400, grjótræsa 1:250, malarræsa og jarðræsa 1:200.
JVáist ekki þessi botnhalli á ræsin með þverræslu, er sjálfsagt
að nota langræslu. Til þess að ná þessum botnhalla, getur
þurft að grafa lialla á ræsin með því að gera þau dýpri neðan
til en grynnri i efri endann. Sé eklci unnt að koma þvi við á
landi, sem hefir minni halla, verður þá heldur að taka þann
kost, að nota eingöngu opna skurði til þurrkunar.
Sé óhjákvæmilegt að breyta botnhalla á einhverjum stað á
ræsinu, eða ef notað er samsett lcerfi lokræsa, þá er æskilegast
að vatnshraðinn neðan við hallabreytinguna aukist en
minnki ekki. Verði ekki hjá því komizt í samsettu ræsalcerfi
að hallinn, og þar af leiðandi vatnshraðinn, minnki í neðri
hluta ræsisins, þá er nauðsynlegt að liafa safnbrunn í halla-
skilunum, sem grafinn er niður fyrir ræsisbotninn. Er brunn-
urinn hafður lokaður, en grafinn upp öðru hvoru, til að
hreinsa úr honum botnfallið.
Takmörk fyrir því, hve hallinn má vera mestur við fram-
ræslu með pípuræsum, koma tæplega til greina. Ef hallinn
er mjög mikill, þarf að vanda lagningu á pípunum í ræsin,
og í lausum jarðvegi getur nokkur hætta verið á að vatns-
rennsli myndist utan með pipunum og grafi frá þeim. Jarð-
ræsi, sem liggja í vatnsæðar, og þar af leiðandi flytja neðan-
jarðar þrýstivatn, geta raskazt, sé halli þeirra gerður mjög
mikill, en telja má þó, að áhættulaust sé, i þeirn jarðvegi
sem þau eru gerð, þó halli þeirra sé allt að 1:25.
5. Lcngd lokræsa.
Það hefir ýmsa kosti í för með sér ef hægl væri að hafa
lokræsi löng, þá yrði minni gröftur á viðtökuskurðum, hið
í'æsta land liggur þá samfelldara fyrir allri vinnslu, og kostn-
aður við framræsluna yrði hlutfallslega minni. Aftur á móti
befir það sína ókosti, einkum þó það, að meðan klaki er í
jörð og snjó leysir af landinu, stendur vatnið meira eða minna
á yfirborðinu, nær því seinna afrás til opinna skurða heldur
on þar, sem styttra er milli þeirra. Stíflist langt ræsi, nær
tjónið, sem það veldur, til stærra svæðis.
Eftir þeirri reynslu, sem fengin er hér á landi, má telja,
að hæfileg lengd lokræsa sé sem næst þessi: