Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 181
Fóðurtilraunir á kálfum
með undanrennu.
Eflil- JÓNAS Kristjánsson
Þó að mjólkurframleiðsla iandbúnaðarins hafi verið frem-
ur lítil á undanförnum árum, þá hefir þó eftirspurnin eftir
mjólk og mjólkurvörum innanlands verið enn þá minni, svo
að árlega hefir orðið að flytja noldcuð af osti héðan til út-
landa til sölu þar, og fyrir þennan ost hefir oftast fengizt
mun lægra verð en það, sem innlendi markaðurinn gaf á
hverjum tíma.
Margir hafa því verið áhyggjufullir um framtíð mjólkur-
framleiðslunnar liér á landi, ef hún þyrfti framvegis að sæla
þeim ókjörum, sem ostútflutningur okkar hefir raunverulega
verið á þessum árum. Þess vegna hafa menn svipazt um eftir
öðrum aðferðum heldur en ostagerðinni, er gæti gert undan-
rennuna verðmeiri og skapað hærra útborgunarverð fyrir
mjólkina til framleiðendanna.
í þessu sambandi hafa sumir bændur talið, að hægt væri að
gera undanrennuna allverðmæta með því að nola hana til
kálfafóðurs og framleiða alikálfakjöt, er seljast mundi háu
verði yfir sumarið áður en nýja dilkakjötið kæmi á mark-
aðinn.
Þar sein lita verður svo á, að það sé skylda mj ólkurbúanna,
að gera ýtarlegar athuganir á öllu því, er miðað gæti til verð-
hækkunar á mjólkinni til framleiðanda, var talið nauðsynlegt,
að þessi leið væri athuguð eftir því sem hægt væri. Til þess
að leita svars í þessu efni voru á síðaslliðnu ári gerðar ein-
faldar fóðrunartilraunir á kálfum með undanrennu sem aðal-
fóður við tvö af mjólkursamlögum landsins, var það hjá
Mjólkursamlagi K.E.A. á Akureyri og Mjólkursamlagi Iv.B.B.,
Borgarnesi. Því miður er þeim, er þetta ritar, ekki kunnugt
iim, liver niðurstaðan í þessu efni hefir orðið hjá Mjólkur-
samlaginu í Borgarnesi, en hins vegar mun hér verða gerð