Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 79
BÚFRÆÐINGURINN
75
borði jarðvegs niður í botn ræsisins. Reynsla er fyrir að bezt
i'eynast hnausræsi, sem eru af enn annari gerð, og skal þeim
nánar lýst og hvernig hentugast er að vinna að grefti þeirra.
Hnausræsin eru grafin 45—75 cm lireið að ofan. Ef ræsin
eru 1,4—1,5 metra djúp, þurfa þau að vera 60—75 cm breið,
en við venjulega ræsadýpt 1,10—1,35 metrar er nægilegt
50—60 cm breidd og við grynnri ræsi minna. Þegar stungið
hefir verið fyrir ræsinu eftir strengdri línu jiannig, að á
báðum hliðflötum er hafður hæfilegur flái, þá er stungið
fyrir þriðju stungu innan við fyrir stunguna öðru megin
þannig, að stungurnar mætast í odd. Þessi fleygmyndaði renn-
ingur er tekinn upp með kvísl áður en grasrótin ofan af ræs-
inu er stungin. Á þenna hátt er fengið rétt snið á annan enda
hnausanna. Grasrótin er síðan stungin i breiðum kvíahnausum
þvert yfir ræsið (breiddin 20—25 cm). Hnausunum er hvolft
við og lagðir upp á bakkann öðru megin, og sá endinn, sem
af er sniðið, liggur á baklcabrún. Hnausarnir rísa á röð þannig,
íið grasrót veit að botni á síðasta hnaus. Þá er ræsið grafið
niður 3 eða fleiri stungur, eftir þvi hve djúpt ræsið á að vera,
svo að eftir sé af dýpt ræsisins 40 cm. Annaðhvort má grafa
ineð jöfnum fláa eða þá að tvær fyrstu stungurnar eru grafnar
ineð mjög litlum fláa, en þriðja, eða síðasta stungan, ef fleiri
eru, er grafin með það miklum fláa, að hotnbreidd ræsis sé
20 cm áður en rennan er grafin. Boln ræsisins er nú hreins-
aður með steypuskóflu, hann jafnaður, ræsinu gefinn sá
botnhalli, sem það á að hafa, og þess gætt, að hann sé sem
jafnastur á allri ræsislengdinni. Það er áríðandi að breidd
ræsisins í botninn, þegar þessari hreinsun er lokið, sé alveg
jöfn eftir allri lengd ræsisins, og að fláinn á hliðárflötunum
á neðstu stungunni sé reglulegur og jafn. Þetta er þýðingar-
mikið atriði til þess að lokun ræsisins verði sem tryggust.
Þegar botninn hefir verið jafnaður er rennan grafin. Það
er gert með lokræsaspaða með allt að 40 cm löngu blaði, sem
efst er 15 cm breilt og 8—10 cm fyrir odd. Bezt er að spaðinn
hafi hliðarvar, sem stingur fyrir til liliðanna, nægir þá eitt
handtalc við hvern hnaus. Þess sé vandlega gætt við gröftinn
og upptöku hnaussins, að sem minnst brotni af honum, er þá
litið að hreinsa úr rennunni, en hún á að vera ójöfnu- og
stallalaus þegar lokun hefst og með jöfnum botnhalla.
Við hreinsun rennunnar er notuð ræsaskafa, sem er bjúg-