Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 67
BÚFRÆÐINGURINN
63
um jarðvegi má hann ekki vera yfir 0,5 m/sek., og þó í sæmi-
lega þéttum jarðvegi sé, ekki yfir 1,0 m/sek.
Hliðflái á affalli í seigum mýrarjarðvegi er nægur 1:0,75.
1 öllum stærri skurðum og lausari jarðvegi er sjálfsagt að
hafa fláann 1:1 og jafnvel meiri ef um sendna jörð eða mela-
jörð er að ræða, og getur þar komið til greina nauðsyn þess
að tryggja hliðar með þakningu eða hleðslu, þar sem mest
hætta er á að vir þeim skríði niður í skurðinn.
Beygjur á affallsskurði eiga að vera bogadregnar þannig,
að þær hafi sem minnst áhrif til breytinga á straumhraðann
og vatnsrennslið í heilct sinni.
Við álcvörðun um hver þverskurðarlögun er valin á skurð-
inn með tilliti til, að hann beri undan ákveðið vatnsmagn,
skal þess gætt, sé hægt að ná dýptinni, að hafa vatnsdýpið
eins mikið og leyfilegt er vegna framræsludýptarinnar, en
minnka að sama skapi botnbreiddina, frekar en að hafa botn-
breiddina meiri og vatnsdýpið minna. Þó er þess að gæta, að
aukin vatnsdýpt og þar með dýpt skurðarins í heild, gefur
stóran hliðflöt og í lausum jarðvegi aukna hættu á úrrennsli,
og verða því að hafa meiri fláa og þar af leiðandi verða þeir
einnig dýrari í grefti, svo hliðsjón ber að hafa einnig að þeim
atriðum.
3. Viðtökuskurðir.
Viðtökuskurðirnir eru iagðir samhliða, ef þess er kostur,
sé landið jafnhallandi. Ella verður að velja þeim staði, þar
sem aukahalli er á landinu í lægðunum, þannig, að athugað
skal livort hægt sé að fá nauðsynlegan halla á þurrkskurði
eða lokræsin, sem í þá liggja.
Á jafnhallandi landi er því stefna þeirra meira eða minna
eftir aðalhalla landsins. En sé halli þess meiri en 1:500 ber vel
að athuga, sérstaklega þar sem jarðvegur er laus, að velja
þeim legu, svo hættulaust sé fyrir því, að vatnið grafi fláann
og geri þá holbekkta.
Botnbreidd þeirra fer eftir vatnsmagninu, en í flestum til-
fellum nægir 30—40 cm, en sé skurðlengd mikil og mikið upp-
sprettuvatn kemur í þá, getur hún orðið meira, 0,50—0,70 in.
Hliðfláa má hal'a á viðtökuskurðum, er lítið vatnsmagn
flytja og í deigri mýrarjörð, 1:0,75, en því aðeins 1:1 að jarð-
vegur sé laus melajörð eða sendinn jarðvegur.