Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 76
72
B Ú F R ÆÐINGURINN
Jarðræsi
60—100 metrar
Malar- og grjótræsi . . 100—150
Viðarræsi
Pípuræsi
80—120
200—300
Það er hægt með útreikningi að finna, hve pípuræsi má gera
lengst ú landi því, sem ræsa á. Sé flutningsrými ræsisins við
hinn ákveðna halla, sem því er gefinn, táknað með Q, þver-
mál leiðslunnar d og hraði vatnsins í ræsinu með v, þá er
j < íoooo ^3
e • q
lengd ræsisins L.
þar sem e táknar bilið milli tveggja samhliða ræsa og q er
afrennslismagnið af landinu í litr/sek. af ha.
6. Flutningsrými og pípuvídd.
Við gerð á jarðræsum, grjótræsum, malarræsum og viðarræsum kcmur
ekki til greina útreikningur á flutningsrými ræsisins, ]»vi gerð ræsanna er
alltaf framkvæmd ]»annig, að ]»au flytji meira vatnsmagn en jarðvegurinn
leiðir til þeirra. I'ó getur það komið fyrir, þar sem ræsi taka fyrir neðan-
jarðarlindir eða þrýstivatnsæðar, að auka þurfi rými þeirra frá ]»ví, sem
gert er ráð fyrir liér síðar, ]»ar sem lýst er gerð þessara ræsa.
Aftur á móti, þegar uotuð eru pípuræsi, verður kostnaðarins vegna að
nota sem grennstar pípur, og er þvi nauðsynlegt að miða vídd þeirra
við afrennslisþörfina.
Eftir ]»ví sem næst verður komizt má telja, að afrennslismagnið sé
um 0,66 litr/sck. af ha. Undir flestum kringumstæðum eru því 2 þml.
pípur nógu víðar, og i mörgum tilfellum flytja þær meira vatn lieldur
en þarf að gera ráð fyrir, þar sem utanaðkomandi yfirborðsvatn ekki
sigur til ræsanna eða ræsin taka við uppsprettuvatni úr landinu.
Til þess að reikna út pípubreiddina eru notaðar fleiri útreiknings-
aðferðir, eða þá pípuvíddin er fundin eftir grafiskum töflum.
Hér skal nánar getið einnar af hinum einfaldari útreikningsaðferðum..
í pipuleiðslu er vatnsmagnið
þar sem d er þvermál leiðslunnar og v er hraði vatnsins í leiðslunni
1 þessari líkingu er *" stöðull sem hefir gildi fyrir pipur af
mismunandi vídd sem liér segir