Viðar - 01.01.1936, Síða 15
VIÐAR.
Ársrit íslenzkra héraðsskóla.
Eftir Þórodd Guðmundsson.
Þrátt fyrir atvinnubrest og erfiða tíma, þverrandi kaiíp-
getu en mikla bókaútgáfu, kemur nú fyrir almennings-
sjónir nýtt tímarit. Einhverjir munu líta svo á, að þau
séu nógu mörg fyrir. Það má vel vera, að svo sé. En sú
skoðun lœtur þá, er að þessu riti standa, ekki hvika frá
áformi sínu.
Þessu nýja riti er œtlað nokkuð annað og, að vissu leyti
þrengra, verkssvið en flestum þeim tímaritum, sem fyrir
eru. Undanfarið hafa sumir héraðsskólanna gefið út árs-
rit, sem fjallað hafa m. a. um störf og sérmál hvers skóla.
Nú er œtlazt til, að þessi ársrit hœtti að koma út og hafa
kenharar og nemendasambönd allra héraðsskólanna bund-
izt samtökum um útgáfu sameiginlegs tímarits. Að þessu
sinni gat alþýðuskólinn á Eiðum ekki tekið þátt í þessari
útgáfu. En ef til vill verður það síðar.
Hér verður ekki beðizt afsökunar á því, að nýju riti er
hleypt af stokkunum. En til frekari glöggvunar skal
stefnu þess lýst í fám orðum. Ritið á fyrst og fremst að
veita skólunum, sem að því standa, aukið gengi til gagns
fyrir þá sjálfa. Það á að efla félagsskap og áhuga kennar-
anna, ekki einungis fyrir menntamálum, heldur og öðru
því, er gildi hefur. Það á að kynna starf skólanna þeim,
sem um það vilja frœðast, samrýma þá og nálœgja hvern
öðrum. Loks er svo til œtlazt, að það flytji fréttir um
menningarmál utanlands frá.
Annars verður ritið að bera sjálfu sér vitni. Að svo
stöddu verður því ekki mörkuð ófrávíkjanleg stefnuskrá,
því varhugavert er að fella það í föst form þegar í byrjun.