Viðar - 01.01.1936, Side 20
12
LAU G AR V ATNSSKÓLI
[Viðar
ar burstir í viðbót og' húsið þar með fullmótað. Einu ári síðar var
byg'g'ður bústaður fyrir 44 nemendur. Þetta hús var reist undir
fjallshlíðinni norðan við skólann, skammt frá honum. Þar hefir nú
einnig' verið reistur einn kennarabústaður. Niður við vatnið, aust-
an við skólann, hafa verið reist þessi hús: Fimleikahús, reist af
nemendum að mestu leyti, smíðahús, báta- og verkfærahús og' lítii
og- ófullkomin gufubaðstofa,, sem þó hefir náð miklum vinsældum.
Þarna er gróðrarstöðin og einn kennarabústaður. Við vatnið eru
einnig hverirnir, sem allir eru virkjaðir að nokkru leyti. Skólalóðin
má heita fullgerð, og veg'ir eru komnir milli allra bygginganna.
Kostaði þetta mikla vinnu og' peninga. Víðáttumiklar, skógivaxnar
hlíðar eru í norður frá skólanum. Hafa þær verið girtar til friðun-
ar skóginum. Skógræktin hefir lagt sinn skerf til þess verks. Með
tilsögn hafa nemendur gi'isjað stór svæði innan þessarar girðingar.
Fyrir skólans fé hafa nú þegar vei'ið ræktuð tún og garðar, um
9 ha. Skólinn hefir keypt og tekið við allri jörðinni og rekur nú bú
fyrir eigin reikning.
Sumarmánuðina rekur skólinn gistihús. Hefir það verið fjöl-
breytt frá byrjun. Veldur þar mestu fjölbreytni staðarins.
Við skólann starfa nú 9 kennarar. Fjórir þeirra ha,fa ýms önnur
störf á höndum. Alis hafa sótt hingað 606 nemendur frá byrjun
skóians, 401 piltur og 205 stúlkur. Þeir skipta-st þannig á sýslur og'
kaupstaði: A.-Skaftafellssýsia 4, V.-Skaftafeilssýsla 13, Rangár-
vallasýsla 32, Árnessýsla. 128, Gullbr.- og Kjósarsýsla 27, Borgar-
fjarðarsýsla 32, Mýrasýsla 10, Snæfellsness- og Hnappadalssýsla
18, Dalasýsla 20, Barðastrandarsýsla 9, ísaf jarðarsýsla ’43,
Strandasýsla 6, Húnavatnssýsla, 27, Skagafjarðarsýsla 27, Eyja-
fjarðarsýsla 15, Þingeyjarsýsla 27, Múlasýsla 46, Reykjavík 62,
Vestmannaeyjar 11, Hafnarfjörður 7, Isafjörður 3, Akureyri 8,
Seyðisfjörður 7, Norðfjörður 13, Siglufjörður 7. Útlendingar: 2
Norðmenn, 1 Svíi.
Bj. Bj.