Viðar - 01.01.1936, Page 21
Viðar]
Laugaskóli.
Vorið 1924 hófst bygging héraðsskólahússins á Laugum. Var
fyrri part næsta vetrar iokið byg'gingu vestur- og suðurálniu
hússins og heitt vatn frá laugunum í brekkunni fyrir ofan
skólann leitt um húsið til hitunar. Var eftir nýár haldið fjöl-
mennt handavinnunámsskeið í skólanum (vefnaður, saumar og'
smíðar). Sumarið 1925 var byggð sundlaug, sem einnig skyldi
vera kjallari austuráimu hússins. Var það fyrsta yfirbyggð
sundlaug á landinu og var tekin til notkunar í desember næsta
vetur, en um haustið hafði skólinn tekið til starfa.
Sumarið 1928 var síðan byggð austurálma hússins, ofan á sund-
laugina, og húsið þar með fullgjört. Höfðu lög um héraðsskóla ver-
ið samþykkt á þinginu næsta áður, þar sem kveðið er á um fram-
lag úr ríkissjóði til bygg'inga héraðsskólanna.
íþróttahúsið, sem stendur á milli héraðsskólans og húsmæðra-
skólans, var byggt sumarið og veturinn 1931 og' rafstöð skólans
1933. Pramleiðir hún nægilegt rafmagn til ljósa og suðu í skólan-,
um. — Byggingar skólans, fyrir utan rafstöðina, hafa kostað
221.500 kr. Er helmingur þess greiddur úr ríkissjóði.
Til umhverfis skólans hefir miklu verið kostað. Tjörnin, hólm-
arnir og uppfyllingin í kring er gjörð af mannahöndum. Þá byggði
skólinn brú á Reykjadalsá og veg heim að skólanum.
Húsmæðraskólinn, sem stendur austan við tjörnina, er byggður
1929. Er hann um rekstur og' stjórn að öllu sjálfstæður skóli, en
námsmeyjarnar njóta kennslu í sundi, leikfimi og söng í héraðs-
skólanum. P. H. J.