Viðar - 01.01.1936, Page 23
Viðai']
ReyKholtsskóli.
Sagan um það, hvernig Reykholtsskóli komst upp, er saga um
einhuga og sámeiginlegt átak tveggja sýsla, Mýra- og Borgar-
fjarðar.
Skólinn var áður á Hvítárbakka. Húsakynni voru þar köld og
fuilnægðu ekki lengur kröfum tímans. Aðdrættir voru þangað erf-
iðir og hverahiti enginn.
Þegar nýir héraðsskólar tóku að rísa, fyrst á Laugum og síðan
á Laugarvatni, fóru Borgfirðingar að vinna að því af áhuga, að
skóli þeirra yrði fluttur frá Hvítárbakka, þar sem aðstaða hans
öll var erfið og framtíðarmöguleikar hans hlutu að standa völtum
fótum. Vildu þeir endurreisa skólann á stað, þar sem hveraorka
væri næg og aðstaða um flutninga góð. Reykholt varð strax fyrir
valinu og tjáði eigi aðra staði að nefna. Saga Reykholts, en þó
einkum minningarnar um Snorra Sturluson, urpu frægðarljóma á
staðinn, svo að úr skar um val skólasetursins.
Raddir munu hafa komið fram um það í ungmennafélögunum,
að nauðsynlegt væri að flytja skólann á heitan stað, en á bænda-
námsskeiði, sem haldið var á Hvanneyri í febr. 1928 og fjöldi hér-
aðsbúa sótti, var tillaga ungmennafélaganna samþykkt í orði og
verki. Rís þá ný alda áhuga og hrifningar í skólamálinu, sem
brotnar ekki, en nær að leiða málið farsællega til lykta. Loforðum
um gjafir er safnað um héraðið með góðum árangri, enda höfðu