Viðar - 01.01.1936, Síða 24
1G
ItEYKHOLTSSKÓLI
[Viðar
námsskeiðsgestir á Hvanneyri gefið fagurt fordæmi. Báðar sýsl-
urnar lofa höfðinglegum fjárframlögum og ungmennasamband
Borgarfjarðar heitir einnig stórfé. Vorið 1930 er verkið hafið, og
haustið 1931 stendur byggingin fullgerð og skólastarfsemin byrjar.
Húsameistari ríkisins gerði teikningu að skólahúsinu, en um
framkvæmd verksins sáu tveir borgfirzkir bændur, þeir Kristján
P. Björnsson á Steinum og Magnús Jakobsson á Snældubeinsstöð-
um. Eins og myndin sýnir, er byggingin tvær álmur, sem tengdar
eru saman með hárri hornbyggingu. Snýr aðalálman mót vestri og
er að grunnmáli 23,7X8,7 m. Hin álman veit að suðri og er hún
13,9X9.4 m. Grunnmál hornbyggingarinnar er-6,lX6,l m. — Þeg-
ar byggingu skólahússins var að verða lokið, vantaði fé til að reisa
fimleikahús. Þá var það, að nokkrir héraðsbúar tóku sig saman um
að koma húsinu upp, og var því lokið síðla hausts 1931, litlu eftir
að skóii li’ófst. Aðalhvatamaður þess, að fimleikahúsið yrði reist,
var Vigfús Guðmundsson í Borgarnesi. — Hverinn Skrifla varð
hitagjafi skólans, en rafstöð til ljósa var geið í hlíðinni andspænis
skólanum og orkan leidd yfir ána heim í skólann.
Skólinn er byggður fyrir 60—70 nemendur, en að meðaltali hafa
nemendur verið 75 á vetri þá 5 vetur, sem skólinn hefir starfað.
Síðastliðið skólaár voru nemar 90 og verða væntanlega álíka marg-
ir n. k. vetur. Nemendarúm hefir fengizt í nýlega byggðu prests-
setri, og hefir þess vegna verið hægt að veita svona mörgum skóla-
vist. — Skólinn þarfnast mjög rýmri húsakynna, og er það nú
mesta áhugamúl forráðamanna skólans að bæta úr þeirri þörf.
K. S.