Viðar - 01.01.1936, Page 36
22 SÉRA SIGTRYGGUR GUÐLAUGSSON PRÓFASTUR [Viðar
Tuttugu og fimm ára gamall settist Sigtryggur í fyrsta
bekk Latínuskólans, og útskrifaðist úr Prestaskóla íslands
hálffertugur. Efnin voru engin, en skuldlaus komst hann
yfir námsárin. Sumarkaupið, kennslukaup, skrínukostur
og blávatn á stundum skilaði honum áfram skuldlausum
og með fullum heiðri. Hjá flestum er æfin hálfnuð á fer-
tugsaldri, en um síra Sigtrygg verður vart sagt að æfin
hafi þá verið byrjuð, ef miðað er við afköst hans og ár-
angur, sem nú er orðinn.
Að loknu námi stundaði Sigtryggur barnakennslu í
Reykjavík einn vetur. Árið 1898 var hann vígður til Sval-
barðs í Þistilfirði, en fékk Þóroddstað í Kinn árið eftir.
Kvæntist hann þá Ólöfu Sigtryggsdóttur, en hún lézt
nokkrum árum síðar. Var það mikið áfall fyrir hinn við-
kvæma og fastlynda mann. Reikaði þá hugurinn til Krist-
ins bróður hans, sem þá var orðinn búfræðingur og bóndi
á Núpi í Dýrafirði. Þeir voru svo samrýmdir frá æsku, að
nú var vart annað skjól. Árið 1905 flytur síra Sigtryggur
tii Dýrafjarðarþinga og sezt að hjá Kristni. Þá hefst bróð-
urlegt samstarf tveggja ágætra manna, sem miklu hefir
valdið um menningu Vestfjarða síðustu þrjátíu árin.
Hafði Kristinn létta lund og liprar gáfur og er af honum
mikil saga, sem ekki verður rakin hér, heldur þess eins
getið, að hann er annar höfundur Núpsskóla.
Árið 1906 er svo Núpsskóli stofnaður, en áður hafði síra
Sigtryggur farið um Danmörku og Finnland til .nánari
kynningar af unglingaskólum, en fyrst kynntist hann lýð-
skólahreyfingu Grundtvigs í skóla Guðmundar Hjaltason-
ar. Hafði raunar öll æfin verið undirbúningur. Til að
stofna unglingaskóla, félaus, þurfti margt á þeim tímum,
ef til frambúðar átti að verða. Það þurfti köllun og kjark.
Það þurfti skapfestu og stjórnsemi, sparneytni og nægju-
semi, ósíngirni og öflugan vilja á að láta gott af sér leiða.
Þessar hafa verið máttarstoðir Núpsskóla — og þörfin,
sem var og er í brjóstum ungra manna. Styrks var lítils
að vænta í upphafi. Og hefir þó Vestur-ísafjarðarsýsla