Viðar - 01.01.1936, Side 43
NÚPSSKÓLI 1906—19?6
29
1. Að láta skólann byrja að þessu sinni með næsta ný-
,ári, láta hann vara í þrjá mánuði og auglýsa aðgöngu að
honum um næstu sveitir.
2., Að leita skólanum styrks frá sýslusjóði en jafna
kostnaðinum að öðru leyti niður á nemendur að þessu
sinni,
3. Að Sigtryggur Guðlaugsson hefði kennsluna á hendi,
sæi um fyrirkomulag hennar í samkvæmni við fundar-
samþykkt 30. sept., gegn 50 kr. launum um mánuðinn.
4. Að semja frumreglur fyrir skólahaldinu til bráða-
birgða.“
„Næstliðið sumar höfðu nokkrir bændur úr Núpssókn
gengizt fyrir því, ásamt templarastúkunni Gyðu nr. 120,
að komið væri upp húsi að Núpi og haft það meðfram
öðru fyrir augum, að skólahald þetta gæti fengið viðunan-
iegt husrum í þvi. Skólastyrkurinn var því orðinri sjálf-
gefinn, þar sem eigi var heldur að tala um önnur húsa-
kynni.“
Frumreglur fyrir skólann samdi síðan sr. Sigtryggur
Guðlaugsson, og samþykkti skólanefndin þær sem bráða-
birgðareglur fyrir skólann, og voru þær síðan samþykktar
af fræðslumálastjóra Jóni Þórarinssyni. Giltu þær sem
reglugerð fyrir skólann, þar til 11. júlí 1912, að ný reglu-
gerð var samþykkt af stjórnarráðinu.
Þykir rétt að birta reglur þessar:
Bráðabirgðareglur.
1. Skólinn setur sér fyrir hendur að veita nemendum
sinum sem notadrýgsta þekkingu í alþýðlegum fræði-
greinum, en einkum að vekja og styrkja vilja þeirra til
skyldurækni í stöðu sinni, verma tilfinningu þeirra fyrir
fögru og góðu, glæða ást þeirra til föðurlandsins og löng-
un til að vinna að hverskonar framförum og menningu.
— Námsgreinar veljast af skólanefnd með þetta fyrir
augum, og kennslan verði mest í gegnum „hið lifandi
orð,“ myndir og tilraunir.