Viðar - 01.01.1936, Síða 47
Viðar]
NÚPSSKÓLI 1906—1936
3S
stofunni fyrri hluta dagsins. Dagsstarfið byrjaði og end-
aði með söng og bænagerð, svo og ætíð síðan. Starfstím-
inn fyrsta veturinn var tæpir 3 mánuðir, skólanum lokið
27. marz.
Fyrir skólalokin var kunnátta nemendanna reynd í við-
urvist tveggja eftirlitsmanna, er sýslunefnd Vestur-ísa-
fjarðarsýslu hafði kosið. Voru það þeir alþingismaður
Matthías Ólafsson í Haukadal og sr. Þórður Ólafsson á
Söndum. Segir svo meðal annars í áliti þeirra:
„. ... Þegar tekið er tillit til þess, hve námstíminn var
stuttur — tæpir 3 mánuðir — og að flestir nemendur
höfðu ei notið annarrar fræðslu en til fermingar er kraf-
izt, þá er það samhljóða álit okkar, að árangurinn hafi
orðið furðu mikill, einkum að því er snertir ljósari skiln-
ing nemendanna á því, er þeir höfðu numið, sérstaklega
viljum við taka það fram, að árangurinn af reiknings-
kennslunni er að okkar áliti sérlega mikill og góður.
.... Þar sem nú árangurinn af ungmennaskólatilraun
þessari hefir, að áliti okkar, orðið framar öllum vonum,
þá væri það mjög æskilegt, að skólinn gæti eftirleiðis not-
ið svo ríflegs styrks, að hann geti haldið áfram og eflzt,
en án ríflegs styrks virðist það tæplega geta orðið, þrátt
fyrir ósérplægni og ötulleik þeirra, sem að skólastofnun
þessari standa.“
Það sést á þessu áliti eftirlitsmanna, að skólaviðleitni
þessari var vel tekið og naut hún strax á fyrsta ári fjár-
hagslegrar viðurkenningar frá sýslu og ríki. Þannig veitti
Vestur-ísafjarðarsýsla skólanum þetta ár kr. 75.00 en
landssjóður kr. 117.00, skólagjöld nemenda urðu kr. 7.94
á mann og útgjöld skólans samtals kr. 373,21. Kaup for-
stöðumanns var kr. 144.00, tekjuafgangur kr. 20.59.
Sumarið 1908, er skólinn hafði starfað í tvo vetur, var
mjög lítið sótt um skólann, svo að útlit var fyrir að hann
mundi ekki geta haldið áfram störfum næsta vetur. Ung-
lingar í nágrenninu höfðu þá lokið námi í honum, en
bæði ókunnugleiki og erfiðleikar á að koma unglingum
3