Viðar - 01.01.1936, Qupperneq 51
Viðar]
NL'PSSKÓLI 1906—1936
37
ar frarnlög frá hlutaðeigandi opinberum aðilum ekki
hrukku til, þá var ekki í annað hús að venda en hjá sjálf-
um sér að taka, og var það gert.
Mér telst svo til, að ríkissjóður hafi á þeim árum, er sr.
Sigtryggur átti skólann, styrkt rekstur hans með kr.
75093.90, Vestur-ísafjarðarsýsla með kr. 4320.00, Norður-
ísafjarðar- og Vestur-Barðastrandasýsla með kr. 400.00
og einstakir hreppar í Vestur-ísafjarðarsýslu með kr.
1975.00, en sr. Sigtryggur leggur til reksturs skólans úr
eigin vasa kr. 25200.00 af kr. 33464.00, er laun hans, fyrir
kennslu og skólastjórn, hafa samtals numið.
Auk þess eru nær allar húsabætur skólans gerðar fyrir
eigin reikning skólastjóra, þar sem umbeðnum styrk eða
ábyrgð var nær alltaf synjað.
I allítarlegri grein, í Ársriti hins íslenzka Fræðafélags,
10. árg., hefir Bogi Th. Melsted minnzt á þessi viðskipti sr.
Sigtryggs við skólann, ásamt fleiru, sem honum fannst
merkilegt í skólastarfseminni.
Tvo vetur starfaði skólinn ekki, 1918—1919 vegna dýr-
tíðar og harðinda og 1924—25 vegna veikinda.
Stuðningsmenn skólans.
Mikillar velvildar og stuðnings hefir skólinn notið frá
fjölmörgum einstaklingum, innan héraðs og utan, bæði
með gjöfum í peningum, bókum til bókasafnsins, gripum
í náttúrugripasafnið og á margan hátt annan í orði og
verki.
Má þar einkum til nefna Andrés Féldsted, er var hér-
aðslæknir á Þingeyri á fyrstu árum skólans, síðar augn-
læknir í Reykjavík til dauðadags, er gaf skólanum árlega,
um 12 ára skeið, 20 kr. til að verðlauna einn nemanda á
ári, er skaraði fram úr öðrum við námið, og til að efla
bókasafn skólans.
Segir A. Féldsted í gjafabréfinu, að gjöfin eigi að vera
vottur þess, ,,að mér er ljóst, að skólinn þinn er eitthvert