Viðar - 01.01.1936, Side 54
40
NÚPSSKÓLI 1906—1936
[Viðar
Árið 1913 var byggt steinsteypt vörugeymsluhús niður
við sjó. Stærð 6x6 álnir að gólffleti með kjallara undir
fyrir kol.
Árið 1924 var byggt sérstakt hús úr steinsteypu með af-
þiljuðum klefum, notað fyrir salerni, með safnþró undir.
Árið 1927 var steyptur kjallari undir allt skólahúsið, en
áður hafði verið hlaðinn kjallari undir nokkurn hluta
þess.
Var húsinu lyft upp, til þess að auka hæð kjallarans.
Fengust þar þessi herbergi: Eldhús og borðstofa fyrir 50
manns, búr, þvottahús og geymsluherbergi.
Var þá jafnframt endurbætt viðbótarbyggingin frá 1910
og síðan notuð eingöngu til líkamsæfinga.
Til síðastnefndra húsabóta naut skólinn sérstaks styrks
frá ríkinu, að upphæð kr. 3500, og frá ísafjarðar- og
Barðastrandarsýslum kr. 1200.00.
Árið 1929 varð sú breyting á, að skólinn var, samkv.
hinum nýju lögum um héraðsskóla, gerður að héraðs-
skóla Vestfjarða. Lét þá séra Sigtryggur Guðlaugsson
af stjórn og yfirráðum skólans, en nýkjörin skólanefnd
tók við yfirstjórn hans, og Björn Guðmundsson, aðal-
kennari varð skólastjóri. Voru þá húsin og aðrar eign-
ir skólans keypt af sr. Sigtryggi á 25000.00 kr., en af
þeirri upphæð gaf hann skólanum 15000.00 kr. og varð
þannig annar stærsti aðili úr héraði með fjárframlög
til skólans og tók þá jafnframt sæti í skólanefnd þess-
vegna.
Var það ár hafin fjársöfnun í héraðinu af aðstandend-
um og unnendum skólans og lofuðu eftirtaldir aðilar
þessum fjárframlögum: Héraðssamband U. M. F. Vest-
fjarða lofaði kr. 15000.00, sem nú er að fullu greitt. Er upp-
hæð þessi samansöfnuð á vegum félaganna með gjöfum
og vaxtalausum lánum frá einstökum félagsmönnum og
nokkrum utanfélagsmönnum til sambandsins. Var það
djarft spor, er nokkur fámenn og fátæk félög lofuðu svo
hárri upphæð. Var að vísu búið að safna nokkru í sjóð