Viðar - 01.01.1936, Síða 60
4G NÚPSSKÓLI 1906—1936 [Viðar
Skólanefndir.
Áður var getið hinnar fyrstu skólanefndar. Voru það
þeir sr. Sigtryggur Guðlaugsson, Kristinn Guðlaugsson og
Jón Gabríelsson, þáverandi bóndi á Ytrihúsum. Þrem ár-
um síðar var Matthías Ólafsson alþingismaður í Haukadal
tekinn í skólanefndina, í stað hins síðasttalda, er þá flutti
úr nágrenni skólans.
Að hve miklu leyti eða hve lengi þessi skólanefnd hefir
starfað, sést ekki af bókum skólans, og ekki mun neinn
hafa komið í stað Matthíasar, er hann flutti í burt úr hér-
aðinu skömmu síðar. Enda átti sr. Sigtryggur skólann 1
raun og veru og stjórnaði honum einn.
Þegar skólinn varð héraðsskóli, tók nýkjörin héraðs-
skólanefnd, samkvæmt héraðsskólalögunum, við yfirráð-
um skólans.
Áttu þessir menn sæti í þeirri nefnd:
Örnólfur Valdimarsson, kaupmaður í Suðureyri, til-
nefndur af fræðslumálastjórninni sem formaður nefndar-
innar.
Snorri Sigfússon, skólastjóri á Flateyri, tilnefndur af
sýslumanni sem fulltrúi Vestur-ísafjarðarsýslu.
Jens Hólmgeirsson, bústjóri í Tungu í Skutulsfirði (nú
bæjarstjóri á ísafirði), tilnefndur af sýslumanni sem full-
trúi Norður-ísafjarðarsýslu.
Sr. Sigtryggur Guðlaugsson, prófastur að Núpi, áður
skólastjóri ungmennaskólans þar (sbr. áður).
Jóhannes Davíðsson, bóndi í Neðri-Hjarðardal í Dýra-
firði, fulltrúi Héraðssambands U. M. F. Vestfjarða.
Var sr. Sigtryggur Guðlaugsson kosinn ritari nefndar-
innar en Jóhannes Davíðsson féhirðir, og hefir svo verið
síðan.
Sú breyting varð þegar á nefndinni, haustið 1929, að
Ólafur skólastjóri Ólafsson á Þingeyri tók sæti í henni
í stað Snorra Sigfússonar, er flutti þá um haustið til
Akureyrar og tók þá við skólastjórn barnaskólans þar.