Viðar - 01.01.1936, Síða 61
Viðar] NÚPSSKÓLI 1906—1936 47
Mætti hann aðeins á fyrsta fundi nefndarinnar, er hald-
inn var að Núpi 20. ágúst 1929.
Að öðru leyti hafa engar breytingar orðið á skólanefnd-
inni enn í dag.
Nefndin hefir á þessum árum haft 16 fundi, oftast að
Núpi.
Fyrsta verk nefndarinnar var að ráða Björn Guð-
mundsson, aðalkennara við ungmennaskólann, fyrir
skólastjóra við hinn nýja héraðsskóla. Hefir nefndin síð-
an, í samráði við skólastjóra, ráðið aðra kennara og tek-
ið ákvarðanir um aðalframkvæmdir skólans en skólastjóri
séð um framkvæmdir allar fyrir nefndarinnar hönd.
Starfshættir í skólanum.
Það var tilætlun séra Sigtryggs, að skólinn yrði nem-
endum sínum annað og meira en /rœðaskóli, hann átti
jafnframt að vera mermtaskóli og fyrirmyndar heimili.
Hann lét því nemendur skólans, bæði pilta og stúlkur,
vinna sjálfa öll heimilisverk, utan húss og innan, til
skipta (þó aðeins aðstoða við matreiðslu), að því er
heimavist þeirra snerti í skólanum og við varð komið,
og helzt sú venja við skólann enn í dag, og þar að auki
þjóna nemendur sér nú að öllu leyti sjálfir. Skólinn var
á fyrri árum sínum mjög líkt settur um aðbúnað og
venjuleg sveitaheimili þá. Sjálfur var skólastjórinn hús-
bóndinn á heimilinu og stjórnaði öllu með öryggi og
festu, leiðbeindi og leiðrétti fákunnandi unglinga í smáu
og stóru. Heimilisverkin voru unnin af fúsum vilja og af
glöðum huga.
Nú á síðari árum eru kröfur tímanna búnar að þrýsta
skólum æskulýðsins til að bjóða nemendum sínum full-
komnari ytri aðbúð og meiri „þægindi" en alþýða manna,
sem skólanna á að njóta yfirleitt, er fær um að veita sér.
Vonandi verður það til þess að vekja heilbrigðan metnað
hjá nemendum, þegar út í lífið kemur, til að láta skóla-